Settist í öll sæti Eldborgar og tók 5000 sjálfsmyndir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 14:01 Martin Liebscher átti áhugaverð tvö kvöld í Eldborg. Martin Liebscher Þýski listamaðurinn Martin Liebscher leggur mikið á sig fyrir verk sín. Hann heimsótti Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhús, haustið 2022 og tók heldur óhefðbundnar myndir í Eldborg. Martin var ekki að nýta sér stafræna tækni við gerð mynda sinna heldur settist hann í öll sæti Eldborgar til að taka myndir, sem tók hann tvö heil kvöld. Teknar voru um 5000 myndir til að skapa eina víðmynd úr salnum eins og sjá má hér. Martin hefur tekið samskonar myndir í ýmsum heimsfrægum tónlistar- og ráðstefnuhúsum og er Eldborg nú komin í hóp þeirra. Í fréttatilkynningu segir að það sem sé sérstakt við list Martins er að hann býr til víðmyndir (e. panorama) úr fjölmörgum myndum frá sama sjónarhorni þar sem hann situr sjálfur fyrir. „Martin hefur tekið myndir í fjölmörgum þekktum tónlistar-, óperu- og leikhúsum víðs vegar um heiminn þar sem hann situr fyrir í hverju einasta sæti salarins sem gestur og einnig sem stjórnandi og tónlistarmaður. Hann setur svo myndirnar saman í eina stóra panorama mynd. Hann líkir eftir því sem gestir sjá þegar þeir horfa yfir salinn, á stjórnandann og tónlistarfólkið og nær hann tilfinningunni þar sem myndavélin er sífellt að breyta um stefnu. Martin starfaði í mörg ár sem kvikmyndasýningarstjóri og elskar að búa til undarleg sjónræn áhrif mynda með fagurfræðilegum hætti.“ Hér má sjá myndband af tökuferlinu: Shooting Harpa from Martin Liebscher on Vimeo. „Það var mögnuð reynsla fyrir mig að fá að skjóta í Hörpu. Á tveimur kvöldum tóku ég og aðstoðarmaður minn um 5000 myndir. Salurinn Eldborg býr yfir stórkostlegu og kraftmiklu andrúmslofti með einstakri litapallettu sinni og stórfenglegu rými,“ segir Martin um þessa reynslu. Myndin var notuð á sýningu Martins í hinu virta Martin Asbæk gallery í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs en sýningin fékk fimm stjörnur í Politiken. Harpa Menning Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Martin var ekki að nýta sér stafræna tækni við gerð mynda sinna heldur settist hann í öll sæti Eldborgar til að taka myndir, sem tók hann tvö heil kvöld. Teknar voru um 5000 myndir til að skapa eina víðmynd úr salnum eins og sjá má hér. Martin hefur tekið samskonar myndir í ýmsum heimsfrægum tónlistar- og ráðstefnuhúsum og er Eldborg nú komin í hóp þeirra. Í fréttatilkynningu segir að það sem sé sérstakt við list Martins er að hann býr til víðmyndir (e. panorama) úr fjölmörgum myndum frá sama sjónarhorni þar sem hann situr sjálfur fyrir. „Martin hefur tekið myndir í fjölmörgum þekktum tónlistar-, óperu- og leikhúsum víðs vegar um heiminn þar sem hann situr fyrir í hverju einasta sæti salarins sem gestur og einnig sem stjórnandi og tónlistarmaður. Hann setur svo myndirnar saman í eina stóra panorama mynd. Hann líkir eftir því sem gestir sjá þegar þeir horfa yfir salinn, á stjórnandann og tónlistarfólkið og nær hann tilfinningunni þar sem myndavélin er sífellt að breyta um stefnu. Martin starfaði í mörg ár sem kvikmyndasýningarstjóri og elskar að búa til undarleg sjónræn áhrif mynda með fagurfræðilegum hætti.“ Hér má sjá myndband af tökuferlinu: Shooting Harpa from Martin Liebscher on Vimeo. „Það var mögnuð reynsla fyrir mig að fá að skjóta í Hörpu. Á tveimur kvöldum tóku ég og aðstoðarmaður minn um 5000 myndir. Salurinn Eldborg býr yfir stórkostlegu og kraftmiklu andrúmslofti með einstakri litapallettu sinni og stórfenglegu rými,“ segir Martin um þessa reynslu. Myndin var notuð á sýningu Martins í hinu virta Martin Asbæk gallery í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs en sýningin fékk fimm stjörnur í Politiken.
Harpa Menning Myndlist Ljósmyndun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“