Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni varar fólk við því að dvelja í Grindavík. Lítill sem enginn fyrirvari verði á næsta eldgosi. Vísir/Einar Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04