Þrenna Bowen sá um Brentford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:00 Kom, sá, skoraði og sigraði. Vince Mignott/Getty Images Jarrod Bowen var allt í öllu hjá West Ham United þegar Hamrarnir unnu 4-2 sigur á Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira