Á sama tíma og konar bændabylting skekur Evrópu hafa íslenskir bændur ekki gripið til aðgerða. Við ræðum málið við framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands í beinni.
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eykst fylgi Samfylkingar þrátt fyrir að gustað hafi um flokkinn eftir ummæli formannsins um útlendingamál. Við kynnum okkur nýja könnun, förum yfir stöðu mála á Gasa auk þess sem Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir óvenjulega stöðu sem komin er upp í Þingeyjarsveit, þar sem mikill meirihluti vill virkjun sem sveitastjórn hefur hafnað.
Þá kíkir Magnús Hlynur á Disney-söngleik fullorðinna söngnema á Hvolsvelli og í Íslandi í dag tekst Kristín Ólafsdóttir á við sannkallaða strætóáskorun, sem sumir þurfa að standast til að ná bílprófinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.