Skjálfandafljót áfram óbeislað Hópur fólks í Vinum Skjálfandafljóts skrifar 28. febrúar 2024 14:31 Vinir Skjálfandafljóts fagna nýlegri vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023‒2043 og því að ekki skuli gert ráð fyrir iðnaðarsvæði vegna virkjana í Skjálfandafljóti. Bárðardalur er einhver lengsti byggði dalur á Íslandi, hann teygir sig um 45 kílómetra til suðurs frá Goðafossi inn að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns. Vestan hans er austurbrún hinna miklu norðlensku blágrýtisfjalla, sem ná frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði og eru í 500–700 metra hæð. Austan dalsins liggur Fljótsheiði, en hún er vestust hinna flatlendu móbergsheiða norðaustanlands. Dalurinn er víðast hvar þurrlendur og sums staðar er töluverður birkiskógur í hlíðunum. Dalbotninn er þakinn grónu hrauni, m.a. Bárðardalshrauni, sem er talið um 9000 ára gamalt. Það má rekja inn á miðhálendið, í eldstöðvakerfi Bárðarbungu, og því upprunnið úr Eldhjarta Íslands. Það er í hópi 10 stærstu hrauna landsins, um 444 km² að flatarmáli og 8 km³. Hraunið nýtur verndar samkvæmt lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd, og ber að forðast að raska því nema brýna nauðsyn beri til, svo vitnað sé til laganna. Skjálfandafljót rennur eftir endilöngum dalnum. Það er fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi, upprunnið í Vatnajökli og Tungnafellsjökli, en blandast mikið bergvatni á leið sinni til sjávar, og fellur að lokum í Skjálfanda skammt frá Húsavík. Það hefur víða grafið sér grunnan farveg, 2–4 metra, og fellur að mestu breitt og fremur lygnt. Á einum stað, nokkru norðan við miðjan dal, er um 24 metra fallhæð í fljótinu á um þriggja kílómetra kafla. Þar fellur Skjálfandafljót fremur þröngt í tilkomumiklum flúðum í dálitlu gljúfri sem það hefur grafið í hraunið og skapað einstakar og fagrar náttúrumyndanir mótaðar af samspili nútímahrauna og jökulfljótsins. Farvegur Skjálfandafljóts er nú nær ósnortinn af mannanna verkum sem gerir fljótið og umhverfi þess náttúrufars- og umhverfislega afar verðmætt. Í raun er fljótið sérstök og vanmetin perla af þessum ástæðum. Þessa heildarmynd er mikilsvert að varðveita. Vatnasvið Skjálfandafljóts reyndist vera með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í 3. og 4. áfanga verkefnastjórnar Rammaáætlunar og við afgreiðslu 3. áfanga á Alþingi 2022 voru allar virkjanir ofan við Aldeyjarfoss, þ.e. Hrafnabjargavirkjanirnar og Fljótshnjúksvirkjun, settar í verndarflokk. Þær ákvarðanir hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að styðja með því að gera ekki ráð fyrir virkjunum neðar í Skjálfandafljóti heldur. Óraskað Skjálfandafljót og samspil þess við Bárðardalshraun myndar enda fágætt náttúruundur á heimsvísu. Í fljótinu eru nokkrir af fegurstu fossum landsins, þar á meðal Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafossar sem allir eru í Bárðardal eða við mörk hans. Auk þess má víða finna með fljótinu fagurmótaða skessukatla og einstakar jarðmyndanir af ýmsum toga. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Bárðardal á undanförnum árum, hefðbundinn búskapur er á undanhaldi en í hans stað hefur verið að byggjast upp ferðaþjónusta eins og víða annars staðar til sveita. Mikill fjöldi innlends og erlends ferðafólks leggur leið sína í dalinn allan ársins hring, meðal annars til að skoða náttúruperlurnar Aldeyjarfoss og Goðafoss. Þessu ferðafólki á bara eftir að fjölga enda sýna kannanir sem forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur látið gera að flest erlent ferðafólk sækir landið heim vegna stórbrotinnar og einstakrar náttúru. Goðafoss, sem er á mótum Bárðardals og Kaldakinnar, er friðlýstur. Hann er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og alþjóðlega þekkt kennileiti. Aldeyjarfoss er talsvert sunnar í dalnum, en laðar einnig að sér margt ferðafólk sökum formfegurðar og einstaks stuðlabergs, og hafa myndir af honum verið notaðar í auglýsingaefni ferðaþjónustunnar víða um heim. Fleiri fallega fossa er að finna í Skjálfandafljóti þótt þessir tveir njóti mestrar athygli. Náttúrulegt sjálfsáð birki vex nú upp víða í Bárðardal, meðal annars á eyrunum beggja vegna Skjálfandafljóts og gleður það augu fólks sem á þar leið um. Ferðaþjónusta, hvort sem hún tengist hreinni náttúruskoðun, stangveiði, sem talsvert er stunduð, ekki síst í Svartá, eða alþjóðlegri fræðslu- og menningarstarfsemi sem hefur verið að ryðja sér til rúms, getur að mati undirritaðra vaxið og dafnað í Bárðardal, og Þingeyjarsveit allri, ef rétt verður á málum haldið. Ennþá er að finna í Bárðardal þá friðsæld sem ýmsir álíta mikil og einstök lífsgæði á heimsvísu. Líklegt má því telja að það verði friðsæld og fegurð náttúrunnar sem laðar fólk að Bárðardal í framtíðinni og að þar liggi framtíðaruppbygging í atvinnumálum samfélagsins fremur en í stórkarlalegum framkvæmdum af ýmsum toga með óljósa samfélagslega tengingu. Við, vinir Skjálfandafljóts, tökum því undir með oddvita sveitarstjórnar, Gerði Sigtryggsdóttur, í nýlegri umfjöllun í Heimildinni sem og með Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. Það sýnir framsýni að leyfa Skjálfandafljóti að renna óbeisluðu til sjávar. Ólafur HéðinssonAnna María BogadóttirGuðrún TryggvadóttirGunnlaugur Friðrik FriðrikssonHlöðver Pétur HlöðverssonHólmfríður BjartmarsdóttirJón Viðar BaldurssonPálína HéðinsdóttirRagnheiður HéðinsdóttirSigrún HéðinsdóttirSigurður ÓlafssonViðar HreinssonÞröstur Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vinir Skjálfandafljóts fagna nýlegri vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023‒2043 og því að ekki skuli gert ráð fyrir iðnaðarsvæði vegna virkjana í Skjálfandafljóti. Bárðardalur er einhver lengsti byggði dalur á Íslandi, hann teygir sig um 45 kílómetra til suðurs frá Goðafossi inn að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns. Vestan hans er austurbrún hinna miklu norðlensku blágrýtisfjalla, sem ná frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði og eru í 500–700 metra hæð. Austan dalsins liggur Fljótsheiði, en hún er vestust hinna flatlendu móbergsheiða norðaustanlands. Dalurinn er víðast hvar þurrlendur og sums staðar er töluverður birkiskógur í hlíðunum. Dalbotninn er þakinn grónu hrauni, m.a. Bárðardalshrauni, sem er talið um 9000 ára gamalt. Það má rekja inn á miðhálendið, í eldstöðvakerfi Bárðarbungu, og því upprunnið úr Eldhjarta Íslands. Það er í hópi 10 stærstu hrauna landsins, um 444 km² að flatarmáli og 8 km³. Hraunið nýtur verndar samkvæmt lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd, og ber að forðast að raska því nema brýna nauðsyn beri til, svo vitnað sé til laganna. Skjálfandafljót rennur eftir endilöngum dalnum. Það er fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi, upprunnið í Vatnajökli og Tungnafellsjökli, en blandast mikið bergvatni á leið sinni til sjávar, og fellur að lokum í Skjálfanda skammt frá Húsavík. Það hefur víða grafið sér grunnan farveg, 2–4 metra, og fellur að mestu breitt og fremur lygnt. Á einum stað, nokkru norðan við miðjan dal, er um 24 metra fallhæð í fljótinu á um þriggja kílómetra kafla. Þar fellur Skjálfandafljót fremur þröngt í tilkomumiklum flúðum í dálitlu gljúfri sem það hefur grafið í hraunið og skapað einstakar og fagrar náttúrumyndanir mótaðar af samspili nútímahrauna og jökulfljótsins. Farvegur Skjálfandafljóts er nú nær ósnortinn af mannanna verkum sem gerir fljótið og umhverfi þess náttúrufars- og umhverfislega afar verðmætt. Í raun er fljótið sérstök og vanmetin perla af þessum ástæðum. Þessa heildarmynd er mikilsvert að varðveita. Vatnasvið Skjálfandafljóts reyndist vera með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í 3. og 4. áfanga verkefnastjórnar Rammaáætlunar og við afgreiðslu 3. áfanga á Alþingi 2022 voru allar virkjanir ofan við Aldeyjarfoss, þ.e. Hrafnabjargavirkjanirnar og Fljótshnjúksvirkjun, settar í verndarflokk. Þær ákvarðanir hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að styðja með því að gera ekki ráð fyrir virkjunum neðar í Skjálfandafljóti heldur. Óraskað Skjálfandafljót og samspil þess við Bárðardalshraun myndar enda fágætt náttúruundur á heimsvísu. Í fljótinu eru nokkrir af fegurstu fossum landsins, þar á meðal Goðafoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafossar sem allir eru í Bárðardal eða við mörk hans. Auk þess má víða finna með fljótinu fagurmótaða skessukatla og einstakar jarðmyndanir af ýmsum toga. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Bárðardal á undanförnum árum, hefðbundinn búskapur er á undanhaldi en í hans stað hefur verið að byggjast upp ferðaþjónusta eins og víða annars staðar til sveita. Mikill fjöldi innlends og erlends ferðafólks leggur leið sína í dalinn allan ársins hring, meðal annars til að skoða náttúruperlurnar Aldeyjarfoss og Goðafoss. Þessu ferðafólki á bara eftir að fjölga enda sýna kannanir sem forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur látið gera að flest erlent ferðafólk sækir landið heim vegna stórbrotinnar og einstakrar náttúru. Goðafoss, sem er á mótum Bárðardals og Kaldakinnar, er friðlýstur. Hann er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og alþjóðlega þekkt kennileiti. Aldeyjarfoss er talsvert sunnar í dalnum, en laðar einnig að sér margt ferðafólk sökum formfegurðar og einstaks stuðlabergs, og hafa myndir af honum verið notaðar í auglýsingaefni ferðaþjónustunnar víða um heim. Fleiri fallega fossa er að finna í Skjálfandafljóti þótt þessir tveir njóti mestrar athygli. Náttúrulegt sjálfsáð birki vex nú upp víða í Bárðardal, meðal annars á eyrunum beggja vegna Skjálfandafljóts og gleður það augu fólks sem á þar leið um. Ferðaþjónusta, hvort sem hún tengist hreinni náttúruskoðun, stangveiði, sem talsvert er stunduð, ekki síst í Svartá, eða alþjóðlegri fræðslu- og menningarstarfsemi sem hefur verið að ryðja sér til rúms, getur að mati undirritaðra vaxið og dafnað í Bárðardal, og Þingeyjarsveit allri, ef rétt verður á málum haldið. Ennþá er að finna í Bárðardal þá friðsæld sem ýmsir álíta mikil og einstök lífsgæði á heimsvísu. Líklegt má því telja að það verði friðsæld og fegurð náttúrunnar sem laðar fólk að Bárðardal í framtíðinni og að þar liggi framtíðaruppbygging í atvinnumálum samfélagsins fremur en í stórkarlalegum framkvæmdum af ýmsum toga með óljósa samfélagslega tengingu. Við, vinir Skjálfandafljóts, tökum því undir með oddvita sveitarstjórnar, Gerði Sigtryggsdóttur, í nýlegri umfjöllun í Heimildinni sem og með Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. Það sýnir framsýni að leyfa Skjálfandafljóti að renna óbeisluðu til sjávar. Ólafur HéðinssonAnna María BogadóttirGuðrún TryggvadóttirGunnlaugur Friðrik FriðrikssonHlöðver Pétur HlöðverssonHólmfríður BjartmarsdóttirJón Viðar BaldurssonPálína HéðinsdóttirRagnheiður HéðinsdóttirSigrún HéðinsdóttirSigurður ÓlafssonViðar HreinssonÞröstur Jónasson
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun