Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Jakob Bjarnar skrifar 29. febrúar 2024 15:09 Fundur hjá Blaðamannafélaginu með Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum og Flóka Ásgeirssyni lögmanni um aðgengismál fjölmiðlamanna í Grindavík. Úlfar sagðist vera lögmaður eins og Flóki. vísir/vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mætti á fund blaðamanna í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands og var hart að honum sótt á stundum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, var fundarstjóri en auk Úlfars var Flóki Ásgeirsson lögmaður Bí á fundinum og sat fyrir svörum. Sigríður Dögg taldi lögreglustjóra ekki hafa fært fullgild rök fyrir því hvers vegna hann hafi á stundum skert aðgengi blaðamanna og ljósmyndara að Grindavík. Ýmsir blaðamenn sögðu að um heimssögulega atburði væri að ræða, þeir gerðust bara einu sinni og gríðarlega mikilvægt væri að þeim væri gert kleift að skrá þá til allrar framtíðar. Úlfar benti á móti á lög sem hann telur færa sér afar víðar valdheimildir. Sigríður Dögg formaður BÍ stjórnaði fundinum. Hún sagði að það hafi verið farið yfir málefni ljósmyndara RÚV og á því hefði verið beðist velvirðingar.vísir/vilhelm Eins og fram hefur komið hefur Blaðamannafélagið höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar á rétti blaðamanna til að stunda störf sín í Grindavík. Blaðamenn krefjast þess fyrir dómi að blaðamönnum sé það heimilt, án sérstaks leyfis frá Úlfari og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á sérstaka flýtimeðferð. Flóki gerir ráð fyrir því að ríkið óski eftir um mánaðarfresti til að skila greinargerð en flýtimeðferð er forsenda þess að málshöfðunin tryggi þau réttindi sem málið varða. Um sé að ræða fordæmalausar takmarkanir á fjölmiðlafrelsi og málið þannig fordæmisgefandi fyrir hlutverk fjölmiðla um umfjöllun þegar náttúrhamfarir eru annars vegar. Andúð í garð fjölmiðla Ýmsir ljósmyndarar lýstu því að þeim þætti býsna hart að vera skipað til og frá af unglingum í björgunarsveitargalla þegar fyrir lægi að þeir hefðu áratugalanga reynslu í að mynda slíka viðburði. Úlfar benti á móti á að ávallt þegar blaðamaður sæist á svæðinu, að ekki væri talað um ef íbúum væri meinaður aðgangur að bænum en blaða- og fréttamenn væri þar að finna, hvolfdust yfir hann athugasemdir frá reiðum bæjarbúum. Þessum gömlu hundum í bransanum, Ragnari Th. og Golla, þótti það sérkennilegt að vera skipað til og frá eins og hundum af krökkum í björgunarsveitargöllum. Golli kom sérstaklega inn á ferð þar sem farið var með hóp fjölmiðlamanna í rútu eins og þeir væru túristar sem máttu ekki sjá of mikið.vísir/vilhelm Spurður sagðist hann skynja verulega andúð íbúa á fjölmiðlum og hann þyrfti að taka tillit til þess ef bærust óskir frá íbúum og þeim sem þar störfuðu sem vildu vera frjálsir frá fjölmiðlum. Þá nefndi Úlfar atvikið með ljósmyndara RÚV, sem leitaði inngöngu í mannlaust hús en náðist á öryggismyndavél; það sagði hann hafa hleypt afar illu blóði í mannskapinn. Sigríður Dögg sagði að það væri búið að skýra það atvik og biðjast afsökunar á því vinstri hægri. Hún gekk á Úlfar og spurði hvaða reglur hann styddist við, þetta gæti ekki verið háð geðþóttaákvörðunum? Úlfar nefndi aftur að á hættutímum hefði lögreglustjóri mikil völd. Fundurinn var ágætlega sóttur og þó hart hafi verið sótt að Úlfari þá féllust viðstaddir á að þetta væri nú bara samráðsfundur og allir vinir.vísir/vilhelm Hann nefndi að verkefnið hafi verið risavaxið, og spurði blaðamenn hvaða svör þeir hefðu: Hvernig vildu þeir hafa þetta? Það væri kannski ekki úr vegi að blaðamenn efndu til samskonar fundar með bæjaryfirvöldum í Grindavík því þaðan hafi kvartanir borist. Ekki einkamál íbúa og löggunnar Flóki benti á að það væri beinlínis eðli hins opinbera að störf þess væru gegnsæ. Þeir væru þjónar, þeim bæri að framfylgja valdi sem væri almennings. RÚV-arar fjölmenntu og vildu fá að vita eitt og annað. Hér er Tinna Magnúsdóttir pródúsent að spyrja Úlfar en við hlið hennar situr Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður.vísir/vilhelm Helgi Seljan, rannsóknarritstjóri Heimildarinnar vildi meina að hann væri ekki í neinu samstarfi við lögregluna, því síður við bæjaryfirvöld, hann væri einfaldlega að gegna sínum störfum. Og þessar hamfarir gætu ekki talist einkamál þeirra sem í þeim lentu. Þannig gekk boltinn á milli og þegar Úlfari þótti of hart að sér sótt sagðist hann ekki mættur þarna til að láta ráðast á sig, hann hefði talið þetta samráðsfund. Viðstaddir féllust á það og skildu menn sáttir, staðráðnir í að gera betur í framhaldinu. Ekkert fór fram hjá Þorsteini Ásgrímssyni varafréttastjóra á Morgunblaðinu.vísir/vilhelm Grindavík Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, var fundarstjóri en auk Úlfars var Flóki Ásgeirsson lögmaður Bí á fundinum og sat fyrir svörum. Sigríður Dögg taldi lögreglustjóra ekki hafa fært fullgild rök fyrir því hvers vegna hann hafi á stundum skert aðgengi blaðamanna og ljósmyndara að Grindavík. Ýmsir blaðamenn sögðu að um heimssögulega atburði væri að ræða, þeir gerðust bara einu sinni og gríðarlega mikilvægt væri að þeim væri gert kleift að skrá þá til allrar framtíðar. Úlfar benti á móti á lög sem hann telur færa sér afar víðar valdheimildir. Sigríður Dögg formaður BÍ stjórnaði fundinum. Hún sagði að það hafi verið farið yfir málefni ljósmyndara RÚV og á því hefði verið beðist velvirðingar.vísir/vilhelm Eins og fram hefur komið hefur Blaðamannafélagið höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar á rétti blaðamanna til að stunda störf sín í Grindavík. Blaðamenn krefjast þess fyrir dómi að blaðamönnum sé það heimilt, án sérstaks leyfis frá Úlfari og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á sérstaka flýtimeðferð. Flóki gerir ráð fyrir því að ríkið óski eftir um mánaðarfresti til að skila greinargerð en flýtimeðferð er forsenda þess að málshöfðunin tryggi þau réttindi sem málið varða. Um sé að ræða fordæmalausar takmarkanir á fjölmiðlafrelsi og málið þannig fordæmisgefandi fyrir hlutverk fjölmiðla um umfjöllun þegar náttúrhamfarir eru annars vegar. Andúð í garð fjölmiðla Ýmsir ljósmyndarar lýstu því að þeim þætti býsna hart að vera skipað til og frá af unglingum í björgunarsveitargalla þegar fyrir lægi að þeir hefðu áratugalanga reynslu í að mynda slíka viðburði. Úlfar benti á móti á að ávallt þegar blaðamaður sæist á svæðinu, að ekki væri talað um ef íbúum væri meinaður aðgangur að bænum en blaða- og fréttamenn væri þar að finna, hvolfdust yfir hann athugasemdir frá reiðum bæjarbúum. Þessum gömlu hundum í bransanum, Ragnari Th. og Golla, þótti það sérkennilegt að vera skipað til og frá eins og hundum af krökkum í björgunarsveitargöllum. Golli kom sérstaklega inn á ferð þar sem farið var með hóp fjölmiðlamanna í rútu eins og þeir væru túristar sem máttu ekki sjá of mikið.vísir/vilhelm Spurður sagðist hann skynja verulega andúð íbúa á fjölmiðlum og hann þyrfti að taka tillit til þess ef bærust óskir frá íbúum og þeim sem þar störfuðu sem vildu vera frjálsir frá fjölmiðlum. Þá nefndi Úlfar atvikið með ljósmyndara RÚV, sem leitaði inngöngu í mannlaust hús en náðist á öryggismyndavél; það sagði hann hafa hleypt afar illu blóði í mannskapinn. Sigríður Dögg sagði að það væri búið að skýra það atvik og biðjast afsökunar á því vinstri hægri. Hún gekk á Úlfar og spurði hvaða reglur hann styddist við, þetta gæti ekki verið háð geðþóttaákvörðunum? Úlfar nefndi aftur að á hættutímum hefði lögreglustjóri mikil völd. Fundurinn var ágætlega sóttur og þó hart hafi verið sótt að Úlfari þá féllust viðstaddir á að þetta væri nú bara samráðsfundur og allir vinir.vísir/vilhelm Hann nefndi að verkefnið hafi verið risavaxið, og spurði blaðamenn hvaða svör þeir hefðu: Hvernig vildu þeir hafa þetta? Það væri kannski ekki úr vegi að blaðamenn efndu til samskonar fundar með bæjaryfirvöldum í Grindavík því þaðan hafi kvartanir borist. Ekki einkamál íbúa og löggunnar Flóki benti á að það væri beinlínis eðli hins opinbera að störf þess væru gegnsæ. Þeir væru þjónar, þeim bæri að framfylgja valdi sem væri almennings. RÚV-arar fjölmenntu og vildu fá að vita eitt og annað. Hér er Tinna Magnúsdóttir pródúsent að spyrja Úlfar en við hlið hennar situr Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður.vísir/vilhelm Helgi Seljan, rannsóknarritstjóri Heimildarinnar vildi meina að hann væri ekki í neinu samstarfi við lögregluna, því síður við bæjaryfirvöld, hann væri einfaldlega að gegna sínum störfum. Og þessar hamfarir gætu ekki talist einkamál þeirra sem í þeim lentu. Þannig gekk boltinn á milli og þegar Úlfari þótti of hart að sér sótt sagðist hann ekki mættur þarna til að láta ráðast á sig, hann hefði talið þetta samráðsfund. Viðstaddir féllust á það og skildu menn sáttir, staðráðnir í að gera betur í framhaldinu. Ekkert fór fram hjá Þorsteini Ásgrímssyni varafréttastjóra á Morgunblaðinu.vísir/vilhelm
Grindavík Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32
Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50