Gísli tryggði sigurinn er Evrópumeistararnir höfðu betur í toppslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 21:23 Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að marki Barcelona í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Evrópumeistarar Magdeburg unnu dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Barcelona í toppslag B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, 29-28. Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira