Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti.
Í níunda þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mætti sérfræðingur Bestu deildar markanna Margrét Lára Viðarsdóttir, yngri systur sinni og fyrirliða Íslandsmeistara Vals, Elísu Viðarsdóttur.
„Mér líst ótrúlega vel á þetta. Þetta er okkar sterka svið held ég,“ sagði Elísa.
„Við held ég höfum báðar tekið þann pól í hæðina að eftir því sem við erum vitlausari í svona þætti því skemmtilegri er hann fyrir áhorfendur. Þannig að við ætlum bara að halda okkur við það,“ sagði Margrét Lára.
Þær systur eru auðvitað miklar keppniskonur eins og þær hafa sýnt svo margoft inn á fótboltanum. Það var því ekkert gefið eftir í keppninni sem má sjá hér fyrir neðan.