Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 13:01 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í gær, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands. Handbolti Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands.
Handbolti Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira