Telja hóflegar launahækkanir ekki duga einar og sér Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2024 12:45 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Einar Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu viðræðunefndar VR og LÍV sem sleit sig á dögunum frá samstarfi á vettvangi breiðfylkingar sem einnig var mynduð SGS, Eflingu og Samiðn. Fram kemur að nefndin hafi fundað stíft í vikunni og farið yfir þá stöðu sem uppi sé í kjaraviðræðum. „Að mati viðræðunefndar standa út af mikilvæg atriði sem varða félagsfólk VR og LÍV og verður að leiða til lykta svo hægt sé að ljúka kjarasamningagerð. Við upphaf viðræðna milli breiðfylkingarinnar og SA var rætt um breiða kjarasamninga sem myndu vera í líkingu við þjóðarsátt með það að markmiði að koma böndum á verðbólguna og stuðla að ásættanlegu vaxtastigi. Greindir voru fjórir samhangandi þættir sem gætu náð því markmiði, það er að segja hóflegar launhækkanir, endurreisn stuðningskerfa launafólks í gegnum vaxta- og barnabætur, sterk forsenduákvæði svo endurskoða megi samninga ef markmið þeirra ganga ekki eftir og víðtæk sátt um að koma í veg fyrir verðlagshækkanir. Til viðbótar hefur það verið mat VR og LÍV að ná þurfi tökum á húsnæðismálum og treysta varnir fyrir bæði húsnæðiseigendur og leigjendur. VR og LÍV féllust á að fara fram með hóflegar kröfur um launahækkanir í þessu samhengi. Af þessum atriðum standa eingöngu hóflegar launahækkanir eftir. Verði það niðurstaðan er ljóst að almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar af því að ná verðbólgunni niður, sem það átti ekki þátt í að stofna til. Enn fremur er hætt við að markmiðin náist ekki þar sem atvinnurekendur hafa ekki fallist á að axla ábyrgð á verðhækkunum og hafa skellt skollaeyrum við sjálfsögðum kröfum um sterk forsenduákvæði,“ segir í tilkynningunni. Einstök staða á Keflavíkurflugvelli Ennfremur segir að á vettvangi VR og LÍV séu einnig ýmis sérmál sem ekki hafi gefist færi á að ræða. Megi þar nefna atriði sem lúti að starfsmenntamálum og starfsreynslu ungmenna, en einnig samninga varðandi kjör starfsfólks í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Þar sé starfað eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist hvergi annars staðar á íslenskum vinnumarkaði. „VR og LÍV hafa óskað formlega eftir því við ríkissáttasemjara að hann hlutist til um viðræður við SA vegna kjarasamninga félaganna. Það er áríðandi að hefja viðræður þegar í stað um þau atriði sem að framan greinir og ná samstöðu um kjarasamninga til næstu ára,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu viðræðunefndar VR og LÍV sem sleit sig á dögunum frá samstarfi á vettvangi breiðfylkingar sem einnig var mynduð SGS, Eflingu og Samiðn. Fram kemur að nefndin hafi fundað stíft í vikunni og farið yfir þá stöðu sem uppi sé í kjaraviðræðum. „Að mati viðræðunefndar standa út af mikilvæg atriði sem varða félagsfólk VR og LÍV og verður að leiða til lykta svo hægt sé að ljúka kjarasamningagerð. Við upphaf viðræðna milli breiðfylkingarinnar og SA var rætt um breiða kjarasamninga sem myndu vera í líkingu við þjóðarsátt með það að markmiði að koma böndum á verðbólguna og stuðla að ásættanlegu vaxtastigi. Greindir voru fjórir samhangandi þættir sem gætu náð því markmiði, það er að segja hóflegar launhækkanir, endurreisn stuðningskerfa launafólks í gegnum vaxta- og barnabætur, sterk forsenduákvæði svo endurskoða megi samninga ef markmið þeirra ganga ekki eftir og víðtæk sátt um að koma í veg fyrir verðlagshækkanir. Til viðbótar hefur það verið mat VR og LÍV að ná þurfi tökum á húsnæðismálum og treysta varnir fyrir bæði húsnæðiseigendur og leigjendur. VR og LÍV féllust á að fara fram með hóflegar kröfur um launahækkanir í þessu samhengi. Af þessum atriðum standa eingöngu hóflegar launahækkanir eftir. Verði það niðurstaðan er ljóst að almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar af því að ná verðbólgunni niður, sem það átti ekki þátt í að stofna til. Enn fremur er hætt við að markmiðin náist ekki þar sem atvinnurekendur hafa ekki fallist á að axla ábyrgð á verðhækkunum og hafa skellt skollaeyrum við sjálfsögðum kröfum um sterk forsenduákvæði,“ segir í tilkynningunni. Einstök staða á Keflavíkurflugvelli Ennfremur segir að á vettvangi VR og LÍV séu einnig ýmis sérmál sem ekki hafi gefist færi á að ræða. Megi þar nefna atriði sem lúti að starfsmenntamálum og starfsreynslu ungmenna, en einnig samninga varðandi kjör starfsfólks í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Þar sé starfað eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist hvergi annars staðar á íslenskum vinnumarkaði. „VR og LÍV hafa óskað formlega eftir því við ríkissáttasemjara að hann hlutist til um viðræður við SA vegna kjarasamninga félaganna. Það er áríðandi að hefja viðræður þegar í stað um þau atriði sem að framan greinir og ná samstöðu um kjarasamninga til næstu ára,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28