Ævintýralega skemmtileg fýluferð til Grænlands Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2024 13:28 Stefán Pálsson fór í sleðaferð á Grænlandi, nokkuð sem þeir sem eru með viðkvæm þeffæri ættu að varast því hrár selurinn gengur niður af skepnunum sem reka við og skíta eins og enginn sé morgundagurinn. stefán pálsson Stefán Pálsson sagnfræðingur fór með sem viðhengi þegar vestnorræna ráðið hélt til Grænlands. Ekkert varð af fyrirhuguðum fundahöldum en Stefán hefði ekki viljað missa af ferðinni. Fjórir þingmenn héldu til Grænlands þar sem til stóð að hitta fyrir fulltrúa Grænlands og Færeyja. En þau voru ekki fyrr lent en þau fengu SMS þess efnis að fundinum hafi verið frestað vegna þess að Grænlendingarnir og Færeyingarnir voru strandaglópar. „Við höfðum hnitað hringi yfir Kúlúsúk í tuttugu mínútur þegar flugmaðurinn fann glennu. Þetta er flugvallabærinn sem þjónar Tassilak þar sem til stóð að halda ráðstefnuna. Við vorum ekki fyrr lent en okkur var tilkynnt að ráðstefnan væri fyrir bý. Færeyingarnir voru fastir í Keflavík og Grænlendingarnir í Nuuk. Við vorum þau einu sem mættum á staðinn,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Þingmennirnir sem fóru í fýluferðina Stefán kann að lýsa því en fjórir þingmenn; Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum, eiginkona Stefáns, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki, Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn voru þingmennirnir sem fóru ásamt starfsmanni nefndarinnar. Strandaglópar á Grænlandi. Einkennilega samansettur hópur, þvert á hið pólitíska litróf og voru aðstæður eins og í ljómandi fínni morðgátu. En ólíkleg vinátta myndaðist sér í lagi þegar þingmennirnir fengu piparúða til að verjast árásum ísbjarna.vísir/vilhelm „Svo ég sem hjálparmaður og viðhengi. Auk hennar Höllu, sem var eini Færeyingurinn sem lenti í vélinni með okkur. Hún talar íslensku. Þetta var svona Breakfast Club-stemming sem myndaðist. Hópur fólks af ólíkum stöðum á pólitíska litrófinu, neyðist til að vera saman og það myndaðist ólíkleg vinátta,“ segir Stefán. Þessi fýluferð varði í tvo daga. Stefán segir að menn eigi að skammast sín fyrir að tala um slíkt smáræði þegar Grænland er annars vegar. „Hvað þá að vera að gaspra um það í fjölmiðlum. Ekki var fært frá Nuuk þannig að við fórum inná lókalhótelið,“ segir Stefán og lýsir aðstæðum þannig að þetta væru í raun fullkomnar aðstæður fyrir morðgátu. Vopnuð piparúða til að verjast árásum ísbjarna „Eða við sem þekkjum okkar John Waters kunnum að meta svona handrit. Svo á að vera hér vél sem fer með okkur núna í hádeginu og þá erum við að sleppa heim.“ Ferðin hefur sannarlega ekki orðið til að slá á Grænlandsást Stefáns nema síður sé. Hann naut ferðarinnar til fullnustu. Mikil og hrikaleg fegurð Grænlands fær hvern mann til að staldra við, fjöll allt um kring sem hvert um sig gætu þótt myndarleg bæjarfell en á Grænlandi hirða menn ekki einu sinni um að gefa þeim nafn. „Það runnu tvær grímur á suma þegar bent var á að við þyrftum að vera vopnuð piparúða ef við mættum ísbjörnum. Við erum hins vegar á leiðinni heim núna – sjö-níu-þrettán. Við gistum hér í tvær nætur en fengum út úr þessu hundasleðaferð út á ísinn og því hefði ég ekki viljað missa af. Ég fer himinsæll til baka.“ Stefán birti mynd af sér með hundasleðunum á Facebook-síðu sinni. „Þetta kann maður. Ég er svo mikill amatör, maður hefði átt að vera með sólglersaugu sem er staðabúnaður í svona snjó.“ Ekki fyrir viðkvæm þeffæri Stefán segir sleðahundana slíkar skepnur að maður leiði óhjákvæmilega hugann að því að styttra sé síðan þeir voru í náttúrunni, öfugt við púðluhundana sem við höfum hænt að okkur. „Og það sem þeir segja manni nú ekki áður en lagt er af stað er að hundarnir eru fóðraðir á hráum sel. Sem gerir að verkum að hann rennur niður af þeim; þeir freta og skíta öllum stundum. Þannig að þetta er ekki fyrir þá sem hafa viðkvæm þeffæri.“ Spurður segist Stefán ekki hafa fundið fyrir flughræðslu þegar þau lentu eftir að hafa leitað færis. Reyndar hafi flugmaðurinn aðhyllst of mikla upplýsingagjöf og upplýsti hann farþega sína samviskusamlega um hvað eina sem varðaði tækni flugvélarinnar; rauð ljós og annað tengt búnaðinum. „En ég var alveg rólegur. Maður hefur bara með sér góða bók. Eftir á að hyggja hefði kannski verið hentugra ef flugmaðurinn hefði ekki náð þessu en þá hefði ég ekki komist á hundasleða.“ Alþingi Grænland Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Fjórir þingmenn héldu til Grænlands þar sem til stóð að hitta fyrir fulltrúa Grænlands og Færeyja. En þau voru ekki fyrr lent en þau fengu SMS þess efnis að fundinum hafi verið frestað vegna þess að Grænlendingarnir og Færeyingarnir voru strandaglópar. „Við höfðum hnitað hringi yfir Kúlúsúk í tuttugu mínútur þegar flugmaðurinn fann glennu. Þetta er flugvallabærinn sem þjónar Tassilak þar sem til stóð að halda ráðstefnuna. Við vorum ekki fyrr lent en okkur var tilkynnt að ráðstefnan væri fyrir bý. Færeyingarnir voru fastir í Keflavík og Grænlendingarnir í Nuuk. Við vorum þau einu sem mættum á staðinn,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Þingmennirnir sem fóru í fýluferðina Stefán kann að lýsa því en fjórir þingmenn; Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum, eiginkona Stefáns, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki, Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn voru þingmennirnir sem fóru ásamt starfsmanni nefndarinnar. Strandaglópar á Grænlandi. Einkennilega samansettur hópur, þvert á hið pólitíska litróf og voru aðstæður eins og í ljómandi fínni morðgátu. En ólíkleg vinátta myndaðist sér í lagi þegar þingmennirnir fengu piparúða til að verjast árásum ísbjarna.vísir/vilhelm „Svo ég sem hjálparmaður og viðhengi. Auk hennar Höllu, sem var eini Færeyingurinn sem lenti í vélinni með okkur. Hún talar íslensku. Þetta var svona Breakfast Club-stemming sem myndaðist. Hópur fólks af ólíkum stöðum á pólitíska litrófinu, neyðist til að vera saman og það myndaðist ólíkleg vinátta,“ segir Stefán. Þessi fýluferð varði í tvo daga. Stefán segir að menn eigi að skammast sín fyrir að tala um slíkt smáræði þegar Grænland er annars vegar. „Hvað þá að vera að gaspra um það í fjölmiðlum. Ekki var fært frá Nuuk þannig að við fórum inná lókalhótelið,“ segir Stefán og lýsir aðstæðum þannig að þetta væru í raun fullkomnar aðstæður fyrir morðgátu. Vopnuð piparúða til að verjast árásum ísbjarna „Eða við sem þekkjum okkar John Waters kunnum að meta svona handrit. Svo á að vera hér vél sem fer með okkur núna í hádeginu og þá erum við að sleppa heim.“ Ferðin hefur sannarlega ekki orðið til að slá á Grænlandsást Stefáns nema síður sé. Hann naut ferðarinnar til fullnustu. Mikil og hrikaleg fegurð Grænlands fær hvern mann til að staldra við, fjöll allt um kring sem hvert um sig gætu þótt myndarleg bæjarfell en á Grænlandi hirða menn ekki einu sinni um að gefa þeim nafn. „Það runnu tvær grímur á suma þegar bent var á að við þyrftum að vera vopnuð piparúða ef við mættum ísbjörnum. Við erum hins vegar á leiðinni heim núna – sjö-níu-þrettán. Við gistum hér í tvær nætur en fengum út úr þessu hundasleðaferð út á ísinn og því hefði ég ekki viljað missa af. Ég fer himinsæll til baka.“ Stefán birti mynd af sér með hundasleðunum á Facebook-síðu sinni. „Þetta kann maður. Ég er svo mikill amatör, maður hefði átt að vera með sólglersaugu sem er staðabúnaður í svona snjó.“ Ekki fyrir viðkvæm þeffæri Stefán segir sleðahundana slíkar skepnur að maður leiði óhjákvæmilega hugann að því að styttra sé síðan þeir voru í náttúrunni, öfugt við púðluhundana sem við höfum hænt að okkur. „Og það sem þeir segja manni nú ekki áður en lagt er af stað er að hundarnir eru fóðraðir á hráum sel. Sem gerir að verkum að hann rennur niður af þeim; þeir freta og skíta öllum stundum. Þannig að þetta er ekki fyrir þá sem hafa viðkvæm þeffæri.“ Spurður segist Stefán ekki hafa fundið fyrir flughræðslu þegar þau lentu eftir að hafa leitað færis. Reyndar hafi flugmaðurinn aðhyllst of mikla upplýsingagjöf og upplýsti hann farþega sína samviskusamlega um hvað eina sem varðaði tækni flugvélarinnar; rauð ljós og annað tengt búnaðinum. „En ég var alveg rólegur. Maður hefur bara með sér góða bók. Eftir á að hyggja hefði kannski verið hentugra ef flugmaðurinn hefði ekki náð þessu en þá hefði ég ekki komist á hundasleða.“
Alþingi Grænland Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira