Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu árið 2024 samanborið við árin 2009 til 2012 Gunnar Ármannsson skrifar 5. mars 2024 10:00 Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun