Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 08:11 Vel hefur gengið í kjaraviðræðum stéttarfélaga breiðfylkingarinnar innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga. Samningar gætu jafnvel legið fyrir í dag. Stöð 2/Einar Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21