Forstjórinn tekur fram kjuðana á ný Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 10:28 Birgir við settið hjá Dimmu. Þangað hvarflar hugurinn. vísir/vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play hefur ákveðið að rífa fram kjuðana á ný og hefja leik með sínum fornu félögum í þungarokkssveitinni Dimmu. „Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út. Tónlist Play Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út.
Tónlist Play Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira