Leit að miðjumanni stendur yfir Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 14:00 Arnar Grétarsson (t.v.) ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni. Sigurður var aðstoðarþjálfari Arnars með Val í fyrra en er nú þjálfari Þórs og fékk Birki til liðs við félagið. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað. Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar. Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Athygli vakti þegar Birkir skipti úr Val yfir í Lengjudeildarlið Þórs í vikunni. Arnar segir Valsmenn ekki hafa ætlað sér að selja leikmenn en tilboð Þórs hafi verið þess eðlis að ákveðið var að standa ekki í vegi fyrir Birki. „Við vorum í raun búnir að taka ákvörðun um það að það væri enginn að fara. Við vorum búnir að fá fyrirspurnir í hann en ætluðum ekki að neinum í burtu en þegar kemur þetta tilboð frá Þór, er það þess eðlis, þá lögðum við spilin í hendurnar á honum,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Erfitt að finna leikmenn Valsmenn höfðu þegar misst tvo miðjumenn í Hauki Páli Sigurðssyni, sem hætti til að verða aðstoðarþjálfari liðsins, og Hlyn Frey Karlsson sem samdi við Haugesund í Noregi, sem stýrt er af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Elfar Freyr Helgason, sem hefur leikið sem miðvörður allan sinn feril, hefur leyst stöðu djúps miðjumanns í síðustu leikjum liðsins. „Við höfum verið að leita að miðjumanni en við tökum ekki hvern sem er. Við þurfum að taka helvíti góðan gæja ef við ætlum að fá einhvern inn. Við erum að skoða þetta en við erum með góðan hóp og góða leikmenn. Það þarf að vera maður sem er að fara að spila,“ „Það er ekkert létt að finna leikmenn sem við getum borgað og eru eins góðir og við viljum að þeir séu. Það er bara erfitt,“ segir Arnar. Æfir áfram með Val Birkir er að stíga upp úr meiðslum og er með gifs á hendinni næstu tvær vikur eða svo. Þá á hann von á barni á næstu dögum og mun því ekki fara norður í bráð. Þegar hann stígur upp úr meiðslunum mun hann æfa áfram með Valsmönnum þrátt fyrir að hafa samið við annað félag. Arnar segir sjálfsagt að hann sé í æfingahópi Valsmanna. „Við vorum bara spurðir hvort hann mætti vera á æfingum og það var alveg sjálfsagt. Hann er búinn að vera hérna í nokkur ár og orðinn Valsari. Þeir eru í annarri deild en við og það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti