Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin til baka eftir erfitt ár. Það verður gaman að sjá hvort henni takist að tryggja sig inn á Ólympíuleikanna í París. @eddahannesd Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu. Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd)
1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn