Íslenska lífið heillaði Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2024 10:01 Eftir ellefu ár úti í atvinnumennsku er handboltamaðurinn Oddur Gretarsson á heimleið. Hann flytur með fjölskyldu sinni heim til Akureyrar af loknu yfirstandandi tímabili og gengur til liðs við uppeldisfélagið Þór Mynd:Balingen Vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjölskyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æskuslóðirnar á Akureyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir uppeldisfélag sitt Þór. Fjölskyldan var farinn að þrá íslenska lífið. Oddur hefur undanfarin ár verið á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu HBW Balingen-Weilstetten en í síðasta mánuði ákvað þessi 33 ára gamli hornamaður að nýta sér ákvæði í samningi sínum, rifta honum, eftir að kallið kom frá uppeldisfélaginu Þór á Akureyri. „Það hefur svo sem alveg blundað í mér síðustu tvö til þrjú ár að halda aftur heim á leið en ekki af eins mikilli alvöru og var raunin núna,“ segir Oddur í samtali við Vísi. „Við fjölskyldan fórum að hugsa um þetta núna rétt fyrir jól á síðasta ári og Þórsararnir heyrðu svo í mér fljótlega núna á nýju ári. Þá hófust viðræður og okkur leist mjög vel á það sem að forráðamenn félagsins höfðu fram að færa. Sýn þeirra á komandi ár.“ Það er þó óvíst hvort að Oddur muni leika með liði Þórs í efstu eða næstefstu deild á næsta tímabili. Liðið er í harðri baráttu um sæti í efstu deild þessi dægrin en aðspurður segir hornamaðurinn knái það ekki skipta sig höfuðmáli í hvor deildinni liðið verði þó svo að efsta deild heilli meira. Hann muni, sama hver staðan er, leggja sig allan fram. „Sýn félagsins á næstu ár var á meðal þess sem gerði það að verkum að okkur fannst það rétti tímapunkturinn núna að fara halda heim á leið til Íslands. Þegar að það var staðan sem við fundum okkur í þá kom ekkert annað til greina en að ganga til liðs við uppeldisfélagið á nýjan leik. Halda heim til Akureyrar. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun. Tilhlökkunin er mjög mikil.“ Notið tímans í Þýskalandi Öll spilin hafi raðast fullkomlega saman fyrir fjölskylduna. „Ég átti í rauninni eitt ár eftir af samningi mínum hérna við Balingen. Það var þó ákvæði í þeim samningi sem gerði mér kleift að segja honum upp núna í febrúar. Núna fyrir áramót var ég svo sem ekkert alvarlega að pæla í því að fara heim. Mér persónulega gengur mjög vel hérna úti og það sama er hægt að segja um fjölskylduna. Það gefur mér mjög mikið að spila í Þýskalandi og okkur hefur alltaf liðið og líður mjög vel hérna í Balingen. Okkur fannst bara einhvern veginn bara rétti tímapunkturinn fyrir mig sem handboltamann sem og fjölskylduna í heild sinni að koma okkur heima. Eftirvæntingin hjá okkur fyrir því að flytja heim til Akureyrar er mjög mikil en það eru nú þrír mánuðir eftir af veru okkar hérna úti í Þýskalandi. Ég ætla að gefa allt mitt til þess að hjálpa Balingen að ná sínum markmiðum. Þau snúa að því að við höldum okkar sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fá að upplifa æskuslóðir foreldra sinna Oddur og Katrín Emma með dætrum sínum tveimur á góðri stundu í ÞýskalandiAðsend mynd Oddur snertir þarna á fjölskyldu hliðinni á þessum skiptum en saman eiga Oddur og unnusta hans, Katrín Emma Jónsdóttir, tvær dætur. Sú eldri er sjö ára en sú yngri þriggja ára. Oddur og Katrín eru bæði miklir Akureyringar og tækifærið til þess að leyfa dætrum þeirra að upplifa æskuárin á staðnum sem þau ólust upp á reynist of gott til þess að hafna. „Eldri dóttir okkar er í fyrsta bekk hér í grunnskóla í Þýskalandi. Það var svona einn punktur við þennan flutning heim að okkur langaði frekar að hún gengi í íslenskan skóla. Okkur fannst þetta réttur tímapunkturinn fyrir báðar dætur okkar að flytja heim. Þar spilar stóra rullu að ömmur þeirra og afar búa öll á Akureyri og við erum öll miklir Akureyringar, eigum þar fullt af vinafólki og fjölskyldu sem okkur hlakkar mikið til að verja meiri tíma með. Okkur var farið að langa að lifa íslensku lífi.“ Sýndur mikill skilningur Oddur segir forráðamenn Balingen sýna hans ákvörðun, að rifta samningi sínum við félagið og halda heim á leið, mikinn skilning. „Við höfum átt mjög gott samstarf þessi ár sem að ég hef verið á mála hjá liðinu. Það er mikill skilningur af hálfu félagsins á þessari ákvörðun minni. Sérstaklega í því ljósi að ég væri að flytja aftur heim á æskuslóðirnar. Þetta var því ekkert vesen. Þessu var bara tekið vel.“ Veru Odds erlendis í atvinnumennsku, sem spannar einhver ellefu ár, fer því að ljúka og hefur hann ekki hug á því að snúa aftur út. „Þetta er langur tími, sem maður hefur varið hérna úti í atvinnumennskunni. Fyrst og fremst er ég bara þakklátur fyrir að hafa fengið að spila handbolta hérna úti og að hafa haft það sem atvinnu mína. Það eru forréttindi og hefur verið frábært. Þegar að ég lít til baka er ég mjög ánægður með þennan tíma. Bæði minn feril sem og tímann sem að við fjölskyldan höfum varið hérna saman.“ Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar.Getty/Tom Weller „Á þessum árum höfum við eignast marga vini til lífstíðar. Kynnst fullt af fólki, bæði í kringum handboltann en líka í gegnum börnin okkar og nágrenni okkar. Það er alveg stórt stökk að flytja heim, þá kannski sérstaklega fyrir stelpurnar sem þurfa að skilja við vini sína hérna úti. Við vissum svo sem alltaf að við myndum enda heima en munum kveðja Þýskaland og sér í lagi Balingen með söknuði. Á móti kemur erum við mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Hefur verið mikið hark Þessi tími úti í atvinnumennsku. Hefur hann staðist væntingar? Hefur þetta verið miklu stærra og meira en þú þorðir að vona? „Til að byrja með var þetta mjög mikið hark. Maður kemur út með slitið krossband á sínum tíma. Það var mjög krefjandi tímabil sem maður gekk í gegnum þá en náði þó að vinna sig út úr því. Maður kynntist atvinnumennskunni fljótt. Það er mun meiri samkeppni um stöður og ef maður slakar eitthvað á þá missir maður stöðuna sína. Það er nú bara þannig. Oddur Gretarsson í leik með BalingenBalingen Ég hef tekið harkið í annarri deildinni hérna úti lengi vel. Ég held að ég fari með rétt mál þegar að ég segi að ég eigi að baki sex tímabil í efstu deild og fimm í næstefstu. Hef verið að flakka á milli. Umhverfið og umgjörðin í kringum handboltann hérna úti í Þýskalandi er öll mjög stór. Eins og Þjóðverjarnir segja nú stoltir hérna þá er þýska úrvalsdeildin sterkasta deild í heimi. Ég er bara þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta. Ég var núna á dögunum að spila í síðasta skiptið á leikvangi þýska stórliðsins Kiel og mun njóta þess til hins ítrasta næstu vikurnar að fá að spila í þessum stóru handboltahöllum í síðasta sinn.“ Þór Akureyri Þýski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Oddur hefur undanfarin ár verið á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu HBW Balingen-Weilstetten en í síðasta mánuði ákvað þessi 33 ára gamli hornamaður að nýta sér ákvæði í samningi sínum, rifta honum, eftir að kallið kom frá uppeldisfélaginu Þór á Akureyri. „Það hefur svo sem alveg blundað í mér síðustu tvö til þrjú ár að halda aftur heim á leið en ekki af eins mikilli alvöru og var raunin núna,“ segir Oddur í samtali við Vísi. „Við fjölskyldan fórum að hugsa um þetta núna rétt fyrir jól á síðasta ári og Þórsararnir heyrðu svo í mér fljótlega núna á nýju ári. Þá hófust viðræður og okkur leist mjög vel á það sem að forráðamenn félagsins höfðu fram að færa. Sýn þeirra á komandi ár.“ Það er þó óvíst hvort að Oddur muni leika með liði Þórs í efstu eða næstefstu deild á næsta tímabili. Liðið er í harðri baráttu um sæti í efstu deild þessi dægrin en aðspurður segir hornamaðurinn knái það ekki skipta sig höfuðmáli í hvor deildinni liðið verði þó svo að efsta deild heilli meira. Hann muni, sama hver staðan er, leggja sig allan fram. „Sýn félagsins á næstu ár var á meðal þess sem gerði það að verkum að okkur fannst það rétti tímapunkturinn núna að fara halda heim á leið til Íslands. Þegar að það var staðan sem við fundum okkur í þá kom ekkert annað til greina en að ganga til liðs við uppeldisfélagið á nýjan leik. Halda heim til Akureyrar. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun. Tilhlökkunin er mjög mikil.“ Notið tímans í Þýskalandi Öll spilin hafi raðast fullkomlega saman fyrir fjölskylduna. „Ég átti í rauninni eitt ár eftir af samningi mínum hérna við Balingen. Það var þó ákvæði í þeim samningi sem gerði mér kleift að segja honum upp núna í febrúar. Núna fyrir áramót var ég svo sem ekkert alvarlega að pæla í því að fara heim. Mér persónulega gengur mjög vel hérna úti og það sama er hægt að segja um fjölskylduna. Það gefur mér mjög mikið að spila í Þýskalandi og okkur hefur alltaf liðið og líður mjög vel hérna í Balingen. Okkur fannst bara einhvern veginn bara rétti tímapunkturinn fyrir mig sem handboltamann sem og fjölskylduna í heild sinni að koma okkur heima. Eftirvæntingin hjá okkur fyrir því að flytja heim til Akureyrar er mjög mikil en það eru nú þrír mánuðir eftir af veru okkar hérna úti í Þýskalandi. Ég ætla að gefa allt mitt til þess að hjálpa Balingen að ná sínum markmiðum. Þau snúa að því að við höldum okkar sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fá að upplifa æskuslóðir foreldra sinna Oddur og Katrín Emma með dætrum sínum tveimur á góðri stundu í ÞýskalandiAðsend mynd Oddur snertir þarna á fjölskyldu hliðinni á þessum skiptum en saman eiga Oddur og unnusta hans, Katrín Emma Jónsdóttir, tvær dætur. Sú eldri er sjö ára en sú yngri þriggja ára. Oddur og Katrín eru bæði miklir Akureyringar og tækifærið til þess að leyfa dætrum þeirra að upplifa æskuárin á staðnum sem þau ólust upp á reynist of gott til þess að hafna. „Eldri dóttir okkar er í fyrsta bekk hér í grunnskóla í Þýskalandi. Það var svona einn punktur við þennan flutning heim að okkur langaði frekar að hún gengi í íslenskan skóla. Okkur fannst þetta réttur tímapunkturinn fyrir báðar dætur okkar að flytja heim. Þar spilar stóra rullu að ömmur þeirra og afar búa öll á Akureyri og við erum öll miklir Akureyringar, eigum þar fullt af vinafólki og fjölskyldu sem okkur hlakkar mikið til að verja meiri tíma með. Okkur var farið að langa að lifa íslensku lífi.“ Sýndur mikill skilningur Oddur segir forráðamenn Balingen sýna hans ákvörðun, að rifta samningi sínum við félagið og halda heim á leið, mikinn skilning. „Við höfum átt mjög gott samstarf þessi ár sem að ég hef verið á mála hjá liðinu. Það er mikill skilningur af hálfu félagsins á þessari ákvörðun minni. Sérstaklega í því ljósi að ég væri að flytja aftur heim á æskuslóðirnar. Þetta var því ekkert vesen. Þessu var bara tekið vel.“ Veru Odds erlendis í atvinnumennsku, sem spannar einhver ellefu ár, fer því að ljúka og hefur hann ekki hug á því að snúa aftur út. „Þetta er langur tími, sem maður hefur varið hérna úti í atvinnumennskunni. Fyrst og fremst er ég bara þakklátur fyrir að hafa fengið að spila handbolta hérna úti og að hafa haft það sem atvinnu mína. Það eru forréttindi og hefur verið frábært. Þegar að ég lít til baka er ég mjög ánægður með þennan tíma. Bæði minn feril sem og tímann sem að við fjölskyldan höfum varið hérna saman.“ Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar.Getty/Tom Weller „Á þessum árum höfum við eignast marga vini til lífstíðar. Kynnst fullt af fólki, bæði í kringum handboltann en líka í gegnum börnin okkar og nágrenni okkar. Það er alveg stórt stökk að flytja heim, þá kannski sérstaklega fyrir stelpurnar sem þurfa að skilja við vini sína hérna úti. Við vissum svo sem alltaf að við myndum enda heima en munum kveðja Þýskaland og sér í lagi Balingen með söknuði. Á móti kemur erum við mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Hefur verið mikið hark Þessi tími úti í atvinnumennsku. Hefur hann staðist væntingar? Hefur þetta verið miklu stærra og meira en þú þorðir að vona? „Til að byrja með var þetta mjög mikið hark. Maður kemur út með slitið krossband á sínum tíma. Það var mjög krefjandi tímabil sem maður gekk í gegnum þá en náði þó að vinna sig út úr því. Maður kynntist atvinnumennskunni fljótt. Það er mun meiri samkeppni um stöður og ef maður slakar eitthvað á þá missir maður stöðuna sína. Það er nú bara þannig. Oddur Gretarsson í leik með BalingenBalingen Ég hef tekið harkið í annarri deildinni hérna úti lengi vel. Ég held að ég fari með rétt mál þegar að ég segi að ég eigi að baki sex tímabil í efstu deild og fimm í næstefstu. Hef verið að flakka á milli. Umhverfið og umgjörðin í kringum handboltann hérna úti í Þýskalandi er öll mjög stór. Eins og Þjóðverjarnir segja nú stoltir hérna þá er þýska úrvalsdeildin sterkasta deild í heimi. Ég er bara þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta. Ég var núna á dögunum að spila í síðasta skiptið á leikvangi þýska stórliðsins Kiel og mun njóta þess til hins ítrasta næstu vikurnar að fá að spila í þessum stóru handboltahöllum í síðasta sinn.“
Þór Akureyri Þýski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira