Stjarnan hótar að hætta í landsliðinu eftir að forsetinn kallaði hana feita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:40 Marta Cox í leik með Panama í Gullbikarnum. Hún er besti leikmaður landsliðsins en mátti greinilega ekki gagnrýna þróun mála í heimalandinu. Getty/Sean M. Haffey Marta Cox, miðjumaður og stjarnan kvennalandsliðsins Panama í fótbolta, hótar því að leggja landsliðsskóna á hilluna og það er einum manni að kenna. Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox. Panama Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira
Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox.
Panama Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira