Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2024 14:01 Dauð rotta í gildru í matvælalagernum ólöglega sem fannst í kjallara í Sóltúni í september. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. Mál Davíðs Viðarssonar, athafnamanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot hefur vakið mikla athygli og sér í lagi spurningar um eftirlit með veitingastöðum og annarri starfsemi hér á landi. Veitingastaður sem Davíð á fékk falleinkunn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir ólöglega geymslu á matvælum en rottuskítur og mikil óhreinindi fundust í húsnæði á vegum fyrirtækisins. Broskarlakerfi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegri almenningi með það að markmiði að neytendur fái upplýsingar um hversu vel veitingastaður fylgir lögum og reglum og uppfylli skilyrði sem eftirlitsaðilar um matvælaöryggi setja. Mikilvægt sé að upplýsingarnar sem birtar skuli almenningi séu einfaldar, aðgengilegar og skýrar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hefur í nokkur ár borist fyrir fyrirkomulaginu. „Frá árinu 2012 höfum við barist fyrir því að tekið verði upp svokallað broskallakerfi hér á Íslandi eins og er á hinum Norðurlöndunum. Það er að segja að þegar eftirlit komi í heimsókn sé gefin ákveðin einkunn eins og gert er en líka að við innganga á öllum veitingahúsum sé settur broskarl, annað hvort glaður eða súr karl. Fer eftir einkunninni.“ Neytendur eigi rétt á upplýsingum um skussa Sambærilegt kerfi var tekið upp í Danmörku um aldamótin við góðan orðstír að sögn Breka. „Þetta kemur sér bara illa fyrir þá sem eru ekki að standa sig. Það er náttúrulega mikill meirihluti veitingahúsa sem eru að gera vel og auðvitað á að umbuna þeim. Það eru einungis örfáir skussar og auðvitað eiga neytendur rétt á því að vita hverjir þeir eru.“ Einföld ákvörðun Um stórt neytendamál sé að ræða enda segir Breki að slík birting upplýsinga verði til þess að forsvarsmenn veitingastaða standi sig betur og matvælaöryggi eykst. Hvers vegna hefur svona fyrirkomulag ekki verið tekið upp hér á landi? „Ég veit það ekki. Þetta er eins og svo margt annað bara ákvörðun sem þarf að taka. Þetta er ekki mikið eða stórt mál fyrir eftirlitið, það kemur hvort eð er á staðinn og tekur út veitingastaðina. Eini munurinn er að í lok ferðar er prentaður út broskarl eða súrkarl.“ Mál Davíðs Viðarssonar Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Neytendur Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mál Davíðs Viðarssonar, athafnamanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot hefur vakið mikla athygli og sér í lagi spurningar um eftirlit með veitingastöðum og annarri starfsemi hér á landi. Veitingastaður sem Davíð á fékk falleinkunn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir ólöglega geymslu á matvælum en rottuskítur og mikil óhreinindi fundust í húsnæði á vegum fyrirtækisins. Broskarlakerfi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegri almenningi með það að markmiði að neytendur fái upplýsingar um hversu vel veitingastaður fylgir lögum og reglum og uppfylli skilyrði sem eftirlitsaðilar um matvælaöryggi setja. Mikilvægt sé að upplýsingarnar sem birtar skuli almenningi séu einfaldar, aðgengilegar og skýrar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hefur í nokkur ár borist fyrir fyrirkomulaginu. „Frá árinu 2012 höfum við barist fyrir því að tekið verði upp svokallað broskallakerfi hér á Íslandi eins og er á hinum Norðurlöndunum. Það er að segja að þegar eftirlit komi í heimsókn sé gefin ákveðin einkunn eins og gert er en líka að við innganga á öllum veitingahúsum sé settur broskarl, annað hvort glaður eða súr karl. Fer eftir einkunninni.“ Neytendur eigi rétt á upplýsingum um skussa Sambærilegt kerfi var tekið upp í Danmörku um aldamótin við góðan orðstír að sögn Breka. „Þetta kemur sér bara illa fyrir þá sem eru ekki að standa sig. Það er náttúrulega mikill meirihluti veitingahúsa sem eru að gera vel og auðvitað á að umbuna þeim. Það eru einungis örfáir skussar og auðvitað eiga neytendur rétt á því að vita hverjir þeir eru.“ Einföld ákvörðun Um stórt neytendamál sé að ræða enda segir Breki að slík birting upplýsinga verði til þess að forsvarsmenn veitingastaða standi sig betur og matvælaöryggi eykst. Hvers vegna hefur svona fyrirkomulag ekki verið tekið upp hér á landi? „Ég veit það ekki. Þetta er eins og svo margt annað bara ákvörðun sem þarf að taka. Þetta er ekki mikið eða stórt mál fyrir eftirlitið, það kemur hvort eð er á staðinn og tekur út veitingastaðina. Eini munurinn er að í lok ferðar er prentaður út broskarl eða súrkarl.“
Mál Davíðs Viðarssonar Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Neytendur Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30