Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 11:55 Leyfum fækkar, verðið hækkar en eftirspurn vex. Hér má sjá hreindýraveiðimann stilla sér upp yfir föllnum tarfi á Jökuldalsheiði. vísir/jakob Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni. Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni.
Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira