Vorboði Austurlands óvenju snemma í ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 10:24 Snjóblásari að störfum á Öxi. Vegagerðin Vegurinn um Öxi var opnaður þann 8. mars og umferð hleypt um veginn. Óvenju lítill snjór var á veginum, en vegurinn hefur ekki verið opnaður svona snemma síðan 2012. Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði við Austurfrétt að snjólétt hefði verið á Öxi og því hafi verið hægt að opna um mánuði fyrr en í meðalári. Næst hafi þurft að rífa svellin af honum og hálkuverja, sem lauk á föstudaginn og vegurinn hafi verið opinn um helgina. Svo byrjaði að rigna og veita þurfti vatni í burtu. Ánægð en vilja meiri mokstur Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings er vitaskuld ánægður að Öxi skuli hafa opnast fyrr en venjulega, það sé vorboði á Austurlandi. Hann vilji þó fá meiri mokstur yfir veturinn, en vetrarþjónusta á Öxi fellur eins og er undir G-snjómokstursreglu, sem þýðir að heimilt sé að moka tvo daga í viku vor og haust meðan snjólétt er. Björn vill að viðmiðunarstigið verði hækkað, enda mikil lífsbót fyrir Austurlandsbúa að stytta leið sína um Öxi, frekar en að keyra firðina. Ferðalagið til Egilsstaða styttist um 70 km. Breiðdalsheiði hefur ekki verið opnuð enn, og ekki Mjóafjarðarheiði heldur. Björn telur að Breiðdalsheiðin opnist fyrr, en Mjóifjörður sé klárlega ekki klár. Það verði vonandi bara sem fyrst. Hér má sjá opnunardaga á Öxi síðastliðin ár.2012 28. febrúar2013 10. apríl2014 23. apríl2015 17. apríl2016 20. apríl2017 29. mars2018 23. mars2019 7. apríl2020 8. maí2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)2022 25. mars2023 8. apríl2024 8. mars
Samgöngur Múlaþing Snjómokstur Tengdar fréttir Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33 Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 4. janúar 2023 22:33
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6. mars 2020 17:12