Er ríkissaksóknari að grínast? Viðar Hjartarson skrifar 13. mars 2024 10:31 Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun