Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:08 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra, eftir tveggja ára hlé, og bætti markametið í íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Besta deild karla Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.
Besta deild karla Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn