Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson verður á líkindum ekki í landsliðshópnum á morgun. vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01
Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25