Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 18:45 Læknirinn Thais Aliabadi hugheysti Munn áður en hún fór í brjóstnámið. Ákvörðun Aliabadi um að framkvæma brjóstakrabbameinsáhættumat á Munn leiddi til þess að æxli fundust í báðum brjóstum hennar. Instagram Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn) Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)
Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira