Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2024 00:07 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira