„Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:39 Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02