Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2024 14:01 Aldís og Bára eru á meðal þeirra sem vilja halda i hefðina í Karphúsinu. stöð 2 Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira