„Þessi frosnu bananasnickers eru algjör snilld þó að ég segi sjálf frá. Enda slóu þau heldur betur í gegn hjá okkur fjölskyldunni, syndsamlega gott,“ skrifar Helga Gabríela við færsluna.
Frosið bananasnickers
Hráefni:
Þroskaðir bananar
Lífrænt hnetusmjör
Salthnetur
Dökkt lífrænt súkkulaði
Aðferð:
Skerið niður vel þroskaða banana í lengjur og til helminga.
Bræðið 1/4 bolla af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði (gott að bæta teskeið af kókosolíu með ef þið eigið til).
Smyrjið lífrænu hnetusmjöri yfir bananana og setjið súkkulaði yfir.
Toppið með salthnetum.
Frystið í 20 mín.
Helga Gabríela birtir iðulega fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir á samfélagsmiðlum sínum.