Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 10:47 Tölvuteiknuð mynd af bækistöðvum á tunglinu. Getty Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira