Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 12:00 Eyþór Ingi Gunnarsson segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina. Vísir/Vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi. Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi.
Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31