Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 14:31 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar en hefur síðan verið frá keppni vegna meiðsla. Getty/Marco Steinbrenner Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira