„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 21:05 Þorsteinn Halldórsson er spenntur fyrir komandi verkefni. Vísir/Ívar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti