Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2024 10:00 Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá Verði Tryggingum, segir engan einn grímubúning standa upp úr en árlega stendur fjölskyldan fyrir grímubúningaboði í kringum Halloween. Vísir/Vilhelm Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf á milli klukkan sex og hálf sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mig langar ótrúlega mikið að segja að ég byrji á því að kveikja á kerti og hugleiða en hið rétta er að ég byrja alla morgna á góðum kaffibolla síðan fer ég yfir daginn í dagatalinu mínu og byrja að skoða verkefnalistann frá deginum áður og bæti á hann. Svo skanna ég fréttamiðla og samfélagsmiðla. Restin af fjölskyldunni og hundurinn Kátur fara oftast á fætur um klukkan sjö. Þá tekur við hefðbundinn morgun þar sem allir eru að koma sér af stað út í daginn og baðherbergin eru þétt setin eins og gengur og gerist á stóru heimili. Miðjustelpan okkar er í MR og fær alltaf far hjá mér á morgnanna, svo við verðum að vera lagðar af stað kl. 7:40 til að sleppa við umferðina. Við notum ferðina oft í að fara yfir daginn og eigum góð samtöl á leiðinni en þetta er dýrmæt gæðastund fyrir okkur. Þegar hún er mætt í skólann hringi ég oftast í vinkonu eða mömmu og tek stutt spjall á leiðinni í vinnuna.“ Hver er eftirminnilegasti grímubúningurinn sem þú hefur klæðst? „Ég hef mjög gaman af því vera með skemmtilegu fólki og við fjölskyldan höfum reynt að vera árlega með grímubúningaboð í kringum Halloween með góðum vinum. Ég hef brugðið mér í margvísleg gervi í gegnum tíðina en það er svo sem ekkert eitt sem stendur upp úr.“ Þórunn skráir allt í dagatalið sitt; verkefni fyrir vinnuna, matarboð, æfingar, fermingaveislur. Allt. Best finnst henni að vera með dagatal ársins sýnilegt fyrir framan sig þannig að hún sjái betur, hvernig verkefnum miðar áfram. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Tryggingar skipta okkur öll máli og því að mörgu að huga. Það skemmtilegasta við starfið mitt er að fá tækifæri til að byggja ofan á þá góða starf sem nú þegar hefur verið unnið hjá Verði með frábæru teymi. Fyrir utan daglegan rekstur sviðsins og að vera alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að ánægju viðskiptavina. Þá er það sem á hug minn og hjarta þessa dagana það hvernig við hjá Verði veitum framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar og förum fram úr væntingum þegar tækifæri gefast. Samfélagsábyrgð skiptir mig líka miklu máli og mér þykir mikilvægt að vinna fyrir fyrirtæki sem leggur sitt á vogaskálarnar þegar reynir á. Þá erum við alltaf að finna leiðir til bæta þjónustuna og færa okkur nær viðskiptavinum og erum sem dæmi nýbúin að opna þjónustuskrifstofu í Kópavogi til að stytta leiðir viðskiptavina til okkar. Samhliða því erum við að leggja aukna áherslu á frammúrskarandi stafræna þjónustu og lausnir fyrir þá sem vilja leysa málin sjálf. Ég er svo heppin að vera að vinna með frábæru fólki sem brennur fyrir því að veita góða þjónustu. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagarnir eru búnir að vera ansi þéttir og mér finnst gaman að hlaupa hratt inn í daginn og hafa nóg fyrir stafni. Dagatalið í Outlook er minn leiðarvísir á hverjum degi. Ef ég á að vera einhvers staðar eða þarf að gera eitthvað sérstak verður það að vera í dagatalinu mínu. Ég reyni að setja allt þar inn bæði vinnu og einkalíf, matarboð, æfingar, fermingaveislur og allt saman. Annars finnst mér mjög gott til að halda yfirsýn að vera með dagatals ársins sýnilegt fyrir framan mig og helstu verkefni og skoða reglulega hvernig þessu miðar áfram. Svo held ég að það sé nauðsynlegt að vera alltaf að vinna í því að vera betri í að forgangsraða og nýta tímann og tæknina til að hámarka afköst.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er rosalega misjafnt en oftast um klukkan ellefu, líka stundum vel yfir miðnætti, en oftast er ég sofnuð fyrir miðnætti. En ég er svo heppin að vera ótrúlega fljót að sofna yfirleitt tekur það mig fimm til sjö mínútur að steinsofna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna alltaf á milli klukkan sex og hálf sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mig langar ótrúlega mikið að segja að ég byrji á því að kveikja á kerti og hugleiða en hið rétta er að ég byrja alla morgna á góðum kaffibolla síðan fer ég yfir daginn í dagatalinu mínu og byrja að skoða verkefnalistann frá deginum áður og bæti á hann. Svo skanna ég fréttamiðla og samfélagsmiðla. Restin af fjölskyldunni og hundurinn Kátur fara oftast á fætur um klukkan sjö. Þá tekur við hefðbundinn morgun þar sem allir eru að koma sér af stað út í daginn og baðherbergin eru þétt setin eins og gengur og gerist á stóru heimili. Miðjustelpan okkar er í MR og fær alltaf far hjá mér á morgnanna, svo við verðum að vera lagðar af stað kl. 7:40 til að sleppa við umferðina. Við notum ferðina oft í að fara yfir daginn og eigum góð samtöl á leiðinni en þetta er dýrmæt gæðastund fyrir okkur. Þegar hún er mætt í skólann hringi ég oftast í vinkonu eða mömmu og tek stutt spjall á leiðinni í vinnuna.“ Hver er eftirminnilegasti grímubúningurinn sem þú hefur klæðst? „Ég hef mjög gaman af því vera með skemmtilegu fólki og við fjölskyldan höfum reynt að vera árlega með grímubúningaboð í kringum Halloween með góðum vinum. Ég hef brugðið mér í margvísleg gervi í gegnum tíðina en það er svo sem ekkert eitt sem stendur upp úr.“ Þórunn skráir allt í dagatalið sitt; verkefni fyrir vinnuna, matarboð, æfingar, fermingaveislur. Allt. Best finnst henni að vera með dagatal ársins sýnilegt fyrir framan sig þannig að hún sjái betur, hvernig verkefnum miðar áfram. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Tryggingar skipta okkur öll máli og því að mörgu að huga. Það skemmtilegasta við starfið mitt er að fá tækifæri til að byggja ofan á þá góða starf sem nú þegar hefur verið unnið hjá Verði með frábæru teymi. Fyrir utan daglegan rekstur sviðsins og að vera alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að ánægju viðskiptavina. Þá er það sem á hug minn og hjarta þessa dagana það hvernig við hjá Verði veitum framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar og förum fram úr væntingum þegar tækifæri gefast. Samfélagsábyrgð skiptir mig líka miklu máli og mér þykir mikilvægt að vinna fyrir fyrirtæki sem leggur sitt á vogaskálarnar þegar reynir á. Þá erum við alltaf að finna leiðir til bæta þjónustuna og færa okkur nær viðskiptavinum og erum sem dæmi nýbúin að opna þjónustuskrifstofu í Kópavogi til að stytta leiðir viðskiptavina til okkar. Samhliða því erum við að leggja aukna áherslu á frammúrskarandi stafræna þjónustu og lausnir fyrir þá sem vilja leysa málin sjálf. Ég er svo heppin að vera að vinna með frábæru fólki sem brennur fyrir því að veita góða þjónustu. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagarnir eru búnir að vera ansi þéttir og mér finnst gaman að hlaupa hratt inn í daginn og hafa nóg fyrir stafni. Dagatalið í Outlook er minn leiðarvísir á hverjum degi. Ef ég á að vera einhvers staðar eða þarf að gera eitthvað sérstak verður það að vera í dagatalinu mínu. Ég reyni að setja allt þar inn bæði vinnu og einkalíf, matarboð, æfingar, fermingaveislur og allt saman. Annars finnst mér mjög gott til að halda yfirsýn að vera með dagatals ársins sýnilegt fyrir framan mig og helstu verkefni og skoða reglulega hvernig þessu miðar áfram. Svo held ég að það sé nauðsynlegt að vera alltaf að vinna í því að vera betri í að forgangsraða og nýta tímann og tæknina til að hámarka afköst.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er rosalega misjafnt en oftast um klukkan ellefu, líka stundum vel yfir miðnætti, en oftast er ég sofnuð fyrir miðnætti. En ég er svo heppin að vera ótrúlega fljót að sofna yfirleitt tekur það mig fimm til sjö mínútur að steinsofna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01
Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00
Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00
„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00