Enn fúll yfir ráðningu Dags og telur að hann vinni ekki verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 10:31 Króatar spiluðu frábærlega í undankeppni Ólympíuleikanna, í fyrstu leikjunum undir stjórn Dags Sigurðssonar. Það dugar þó ekki til að sannfæra alla um að hann sé rétti maðurinn til að stýra Króötum. Getty/Marcus Brandt Þó að Króatar, bæði leikmenn og stuðningsmenn, virðist almennt hæstánægðir með ráðningu Dags Sigurðssonar þá er einn þeirra enn mjög ósáttur. Sá vildi starf Dags. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn sem tekur við króatíska karlalandsliðinu í handbolta og hann fékk sannkallaða draumabyrjun því liðið tryggði sig um síðustu helgi með sannfærandi hætti inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það vann þá Austurríki, Þýskaland og Alsír í undankeppni í Hannover. Frammistaðan í Hannover gerði ekki annað en að auka vinsældir Dags en króatíski þjálfarinn Nenad Kljaic situr við sinn keip og telur ráðninguna alvarleg mistök. Kljaic sagði þegar Dagur var ráðinn, um síðustu mánaðamót, að ráðning hans væri „dauðadómur“ yfir króatískum þjálfurum. Það er að segja að með því að ráða Dag hefðu forráðamenn króatíska sambandsins gert lítið úr þjálfurum þjóðarinnar. Segir fjölmiðla gera messías úr Degi Kljaic stendur við þessa skoðun í viðtali sem birtist í króatíska miðlinum Index á föstudaginn. Frumraun Dags í Hannover breytir engu þar um og raunar efast Kljaic stórlega um að Króatar nái góðum árangri undir stjórn Dags. „Ég stend við það sem ég sagði. Alveg sama þó að fjölmiðlar séu að gera einhvern messías úr honum,“ segir Kljaic og telur að forráðamenn króatíska handknattleikssambandsins láti fjölmiðla hefja Dag upp til skýjanna, óverðskuldað. „Höfum samt á hreinu að ég hef ekkert á móti Degi, en ég tel að Króatía eigi góða þjálfara sem hafa búið til alla þessa leikmenn í gegnum tíðina, og að við höfum kennt heiminum handbolta. Hvernig eiga okkar þjálfarar núna að komast að erlendis, eftir að við fengum útlending sem landsliðsþjálfara? Öll félög munu núna segja: „Til hvers þurfum við króatískan þjálfara? Þið hafið greinilega ekkert vit á þessu fyrst þið fengið útlending til að þjálfa.“ Serbarnir gerðu þetta á undan okkur, fengu Spánverjann [Toni] Gerona og allt átti að verða æðislegt en hvað gerðist? Ekki neitt. Þremur árum síðar hafði ekkert breyst, og jafnvel versnað,“ sagði Kljaic en Serbar ráku Gerona eftir EM í janúar. Telur Króata eiga betri þjálfara „Allt í lagi, það er kjánalegt að bera saman Dag og Gerona. Ég hef áður sagt að Dagur er góður þjálfari, og þeir eru ekki í sama flokki. En ég tel enn að við eigum frábæra þjálfara í sama flokki, jafnvel betri, en vandamálið er að sumir henta og aðrir ekki,“ sagði Kljaic og vildi ekkert vera að gefa Degi hrós fyrir að komast á ÓL, eða viðsnúninginn hjá Króötum frá því á EM í janúar. Ljóst er að Kljaic vildi starfið sem Dagur fékk, og hann telur sjálfan sig mun betri tryggingu fyrir verðlaunum á Ólympíuleikunum í París. Telur að Dagur vinni ekki verðlaun í París „Mér fannst að núna ætti ég skilið að fá að taka við landsliðinu, en ég vissi jafnframt að dyrnar væru lokaðar,“ segir Kljaic og telur forráðamenn króatíska handknattleikssambandsins standa í vegi fyrir sér. „Tel ég að Dagur Sigurðsson vinni medalíu í París? Nei, í hreinskilni sagt þá geri ég það ekki. Ég veit mjög vel hvað hann kann og veit, og hvað hann kann ekki,“ segir Kljaic. „Myndi ég tryggja liðinu medalíu? Ég hef sagt að ef ég myndi ekki ná medalíu þá myndi ég segja strax af mér. Ég hef mín rök fyrir því að ef ég væri með liðið þá myndi það vinna medalíu. Kannski afsannar Dagur það sem ég hef sagt hérna, hver veit, en í París bíða mun sterkari lið og þá kemur í ljós hve mikið hann veit og getur,“ segir Kljaic. „Það verður nægur tími til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana. Ég er ekki hrifinn af ósamræminu í fjölmiðlum. Fyrir leikina í Hannover var sagt ómögulegt fyrir Dag að breyta einhverju á tveimur dögum, en svo var talað um hann eins og kraftaverkamann. Það mun allt skýrast í París og þá kemur í ljós hversu góður þjálfari hann er,“ segir Kljaic. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30 Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. 4. mars 2024 08:00 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn sem tekur við króatíska karlalandsliðinu í handbolta og hann fékk sannkallaða draumabyrjun því liðið tryggði sig um síðustu helgi með sannfærandi hætti inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það vann þá Austurríki, Þýskaland og Alsír í undankeppni í Hannover. Frammistaðan í Hannover gerði ekki annað en að auka vinsældir Dags en króatíski þjálfarinn Nenad Kljaic situr við sinn keip og telur ráðninguna alvarleg mistök. Kljaic sagði þegar Dagur var ráðinn, um síðustu mánaðamót, að ráðning hans væri „dauðadómur“ yfir króatískum þjálfurum. Það er að segja að með því að ráða Dag hefðu forráðamenn króatíska sambandsins gert lítið úr þjálfurum þjóðarinnar. Segir fjölmiðla gera messías úr Degi Kljaic stendur við þessa skoðun í viðtali sem birtist í króatíska miðlinum Index á föstudaginn. Frumraun Dags í Hannover breytir engu þar um og raunar efast Kljaic stórlega um að Króatar nái góðum árangri undir stjórn Dags. „Ég stend við það sem ég sagði. Alveg sama þó að fjölmiðlar séu að gera einhvern messías úr honum,“ segir Kljaic og telur að forráðamenn króatíska handknattleikssambandsins láti fjölmiðla hefja Dag upp til skýjanna, óverðskuldað. „Höfum samt á hreinu að ég hef ekkert á móti Degi, en ég tel að Króatía eigi góða þjálfara sem hafa búið til alla þessa leikmenn í gegnum tíðina, og að við höfum kennt heiminum handbolta. Hvernig eiga okkar þjálfarar núna að komast að erlendis, eftir að við fengum útlending sem landsliðsþjálfara? Öll félög munu núna segja: „Til hvers þurfum við króatískan þjálfara? Þið hafið greinilega ekkert vit á þessu fyrst þið fengið útlending til að þjálfa.“ Serbarnir gerðu þetta á undan okkur, fengu Spánverjann [Toni] Gerona og allt átti að verða æðislegt en hvað gerðist? Ekki neitt. Þremur árum síðar hafði ekkert breyst, og jafnvel versnað,“ sagði Kljaic en Serbar ráku Gerona eftir EM í janúar. Telur Króata eiga betri þjálfara „Allt í lagi, það er kjánalegt að bera saman Dag og Gerona. Ég hef áður sagt að Dagur er góður þjálfari, og þeir eru ekki í sama flokki. En ég tel enn að við eigum frábæra þjálfara í sama flokki, jafnvel betri, en vandamálið er að sumir henta og aðrir ekki,“ sagði Kljaic og vildi ekkert vera að gefa Degi hrós fyrir að komast á ÓL, eða viðsnúninginn hjá Króötum frá því á EM í janúar. Ljóst er að Kljaic vildi starfið sem Dagur fékk, og hann telur sjálfan sig mun betri tryggingu fyrir verðlaunum á Ólympíuleikunum í París. Telur að Dagur vinni ekki verðlaun í París „Mér fannst að núna ætti ég skilið að fá að taka við landsliðinu, en ég vissi jafnframt að dyrnar væru lokaðar,“ segir Kljaic og telur forráðamenn króatíska handknattleikssambandsins standa í vegi fyrir sér. „Tel ég að Dagur Sigurðsson vinni medalíu í París? Nei, í hreinskilni sagt þá geri ég það ekki. Ég veit mjög vel hvað hann kann og veit, og hvað hann kann ekki,“ segir Kljaic. „Myndi ég tryggja liðinu medalíu? Ég hef sagt að ef ég myndi ekki ná medalíu þá myndi ég segja strax af mér. Ég hef mín rök fyrir því að ef ég væri með liðið þá myndi það vinna medalíu. Kannski afsannar Dagur það sem ég hef sagt hérna, hver veit, en í París bíða mun sterkari lið og þá kemur í ljós hve mikið hann veit og getur,“ segir Kljaic. „Það verður nægur tími til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana. Ég er ekki hrifinn af ósamræminu í fjölmiðlum. Fyrir leikina í Hannover var sagt ómögulegt fyrir Dag að breyta einhverju á tveimur dögum, en svo var talað um hann eins og kraftaverkamann. Það mun allt skýrast í París og þá kemur í ljós hversu góður þjálfari hann er,“ segir Kljaic.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30 Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. 4. mars 2024 08:00 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30
Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. 4. mars 2024 08:00
Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57