„Það verður partý um allan bæ“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2024 22:18 Kjartan Már Kjartansson (t.v.), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gat leyft sér að fagna eftir sigra Keflavíkur í VÍS-bikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var eðlilega ánægður með sitt fólk eftir að Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39
„Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03