Með of mikil völd Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun