Kæra blaðamann fyrir hatursorðræðu Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2024 14:00 Myndin umrædda af Rudiger sem hann birti í tilefni Ramadan. Instagram/@toniruediger Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt. Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger) Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger)
Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira