Nýrunnið hraun notað til að hækka varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 19:20 Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn. Vísir/Sigurjón Verktakar vinna nú allan sólarhringinn að varnargörðum umhverfis Grindavík áður en haldið er í kærkomið páskafrí. Nýrunnið hraun er notað til að hækka garðana. Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira