Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leikmenn Vals Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:30 Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals Vísir/Arnar Halldórsson Karlalið Vals í handbolta er nú einu skrefi frá undanúrslitum Evrópubikarsins. Karla- og kvennalið félagsins hafa gert sig gildandi í Evrópukeppnum undanfarin tímabil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leikmaður Vals skuldbindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð í Evrópu. Formaður handknattleiksdeildar félagsins vill meiri pening inn í íþróttahreyfinguna til að létta undir með félögunum og leikmönnum þeirra. Valur mætir Steaua Búkarest í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta á laugardaginn kemur í N1 höllinni að Hlíðarenda. Valur heldur inn í leikinn í eins marks forystu og er einu skrefi frá undanúrslitum keppninnar. Valur hefur verið duglegt við að senda lið sín til leiks í Evrópukeppnum undanfarin tímabil. Eitthvað sem ýtir undir hróður íslensk handbolta á alþjóðavísu en fylgir á sama tíma mikill kostnaður. „Það er búið að ganga rosalega vel undanfarin ár. Ekki bara innan vallar heldur einnig utan vallar,“ segir Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. „Þá meina ég það á þá leið að það er búið að ganga rosalega vel að fá mikið af sjálfboðaliðum til þess að vinna við að hjálpa deildinni. Það er rosaleg vinna sem fer af stað í kringum svona, svo við tökum sem dæmi þátttöku í Evrópukeppni. Burtséð frá almennri keppni í deild og bikar þá bætast þessar Evrópukeppnir ofan á. Við hjá handknattleiksdeild Vals höfum alltaf haft það markmið hjá val að fara alltaf alla leið, eins langt og við getum. Þá er ég að tala um að taka hátt á eins háu gæðastigi og mögulegt er, sem okkur er boðið að taka þátt í.“ Valur býr að þéttum hópi stuðningsmanna og sjálfboðaliðaVísir/Hulda Margrét Margra milljóna kostnaður við hverja umferð Komandi leikur Vals gegn Steua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins er tuttugast og annar Evrópuleikur karlaliðs félagsins á undanförnum tveimur tímabilum. „Svo hefur kvennalið okkar einnig verið að taka þátt í Evrópuleikjum og því hafa lið Vals tekið þátt í þrjátíu og tveimur Evrópuleikjum undanfarin tvö tímabil og við erum ekki búin. Meðalkostnaður við að taka þátt í einni umferð í Evrópukeppni er svona fjórar og hálf til fimm milljónir króna. Það sem að almenningur áttar sig kannski ekki alltaf á er að þegar að handboltalið frá Íslandi eru að taka þátt í þessum keppnum, þá eru það leikmenn sem standa kostnaðinn af þessu. Hjá okkur hér í Val, þar sem að margir halda að sé rosa mikið af peningum til, er þessi Evrópukeppni tekin út fyrir almennan rekstur deildarinnar. Auðvitað veitum við allan stuðning og sinnum þessu eins vel og við getum en leikmenn taka á sig skuldbindinguna. Sem þýðir að fyrir hverja umferð sem Valur kemst áfram í Evrópukeppni er hver og einn einasti leikmaður liðsins að skuldbinda sig við um tvöhundruð og fimmtíu þúsund til þrjúhundruð þúsund króna kostnað til þess að taka þátt í þessu.“ Frá leik Vals á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Svo fer öll vinnan af stað í kringum þetta við að safna pening upp í þennan kostnað.“ Happdrættismiðar, sala á alls konar varning, fjáraflanir eins og þekkjast og hafa tíðkast hjá íslenskum íþróttafélögum í áranna rás. Þó kannski einna helst í yngri flokkum. „Það er því heljarinnar vinna í kringum þetta, bæði hjá leikmönnum og öllum þeim er standa að starfi deildarinnar. Fyrir utan handboltann sjálfan.“ Styrkir ná aðeins upp í brotabrot af kostnaði „Við fáum styrki frá borginni en þetta eru ekki háir styrkir. Þetta rétt nær upp í brota brot af þeim kostnaði sem við þurfum að standa straum af með þátttöku í Evrópukeppni. Auðvitað erum við líka að stíla inn á að fá sem flesta áhorfendur á leiki hjá okkur. Það hjálpar okkur, sem og sala á varningi og veitingum á leikjum. Þetta reynir fullt á. Er erfitt og okkur vantar meiri pening frá ríki og borg inn í íþróttahreyfinguna því þetta er ekki bara handbolti. Þetta er ekki bara Evrópukeppni. Við megum ekki gleyma því að íþróttir eru ein stærsta forvörnin sem við erum að sinna í dag. Það er svo margt sem fylgir þessu. Áhugi krakkana á að æfa íþróttir, áhugi annarra á að taka þátt í starfinu. Þetta er því bara miklu stærra en bara handbolti og einhver Evrópukeppni. Okkur vantar meiri pening inn í íþróttahreyfinguna. Ég held að við flest sem erum að vinna í íþróttahreyfingunni höfum oft tönglast á þessu. Við erum þakklát fyrir það sem við þó fáum. En erum svo alltaf að berjast fyrir því að fá meira. Þau sem ég er að biðla til að setja meiri pening í íþróttahreyfinguna eru líka að gera vel. Eru að berjast fyrir okkur. Það vilja það allir en við þurfum að finna leiðina að því að gera betur. Það eru margar hendur sem koma að því.“ Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Valur mætir Steaua Búkarest í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta á laugardaginn kemur í N1 höllinni að Hlíðarenda. Valur heldur inn í leikinn í eins marks forystu og er einu skrefi frá undanúrslitum keppninnar. Valur hefur verið duglegt við að senda lið sín til leiks í Evrópukeppnum undanfarin tímabil. Eitthvað sem ýtir undir hróður íslensk handbolta á alþjóðavísu en fylgir á sama tíma mikill kostnaður. „Það er búið að ganga rosalega vel undanfarin ár. Ekki bara innan vallar heldur einnig utan vallar,“ segir Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. „Þá meina ég það á þá leið að það er búið að ganga rosalega vel að fá mikið af sjálfboðaliðum til þess að vinna við að hjálpa deildinni. Það er rosaleg vinna sem fer af stað í kringum svona, svo við tökum sem dæmi þátttöku í Evrópukeppni. Burtséð frá almennri keppni í deild og bikar þá bætast þessar Evrópukeppnir ofan á. Við hjá handknattleiksdeild Vals höfum alltaf haft það markmið hjá val að fara alltaf alla leið, eins langt og við getum. Þá er ég að tala um að taka hátt á eins háu gæðastigi og mögulegt er, sem okkur er boðið að taka þátt í.“ Valur býr að þéttum hópi stuðningsmanna og sjálfboðaliðaVísir/Hulda Margrét Margra milljóna kostnaður við hverja umferð Komandi leikur Vals gegn Steua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarsins er tuttugast og annar Evrópuleikur karlaliðs félagsins á undanförnum tveimur tímabilum. „Svo hefur kvennalið okkar einnig verið að taka þátt í Evrópuleikjum og því hafa lið Vals tekið þátt í þrjátíu og tveimur Evrópuleikjum undanfarin tvö tímabil og við erum ekki búin. Meðalkostnaður við að taka þátt í einni umferð í Evrópukeppni er svona fjórar og hálf til fimm milljónir króna. Það sem að almenningur áttar sig kannski ekki alltaf á er að þegar að handboltalið frá Íslandi eru að taka þátt í þessum keppnum, þá eru það leikmenn sem standa kostnaðinn af þessu. Hjá okkur hér í Val, þar sem að margir halda að sé rosa mikið af peningum til, er þessi Evrópukeppni tekin út fyrir almennan rekstur deildarinnar. Auðvitað veitum við allan stuðning og sinnum þessu eins vel og við getum en leikmenn taka á sig skuldbindinguna. Sem þýðir að fyrir hverja umferð sem Valur kemst áfram í Evrópukeppni er hver og einn einasti leikmaður liðsins að skuldbinda sig við um tvöhundruð og fimmtíu þúsund til þrjúhundruð þúsund króna kostnað til þess að taka þátt í þessu.“ Frá leik Vals á yfirstandandi tímabiliVísir/Hulda Margrét Svo fer öll vinnan af stað í kringum þetta við að safna pening upp í þennan kostnað.“ Happdrættismiðar, sala á alls konar varning, fjáraflanir eins og þekkjast og hafa tíðkast hjá íslenskum íþróttafélögum í áranna rás. Þó kannski einna helst í yngri flokkum. „Það er því heljarinnar vinna í kringum þetta, bæði hjá leikmönnum og öllum þeim er standa að starfi deildarinnar. Fyrir utan handboltann sjálfan.“ Styrkir ná aðeins upp í brotabrot af kostnaði „Við fáum styrki frá borginni en þetta eru ekki háir styrkir. Þetta rétt nær upp í brota brot af þeim kostnaði sem við þurfum að standa straum af með þátttöku í Evrópukeppni. Auðvitað erum við líka að stíla inn á að fá sem flesta áhorfendur á leiki hjá okkur. Það hjálpar okkur, sem og sala á varningi og veitingum á leikjum. Þetta reynir fullt á. Er erfitt og okkur vantar meiri pening frá ríki og borg inn í íþróttahreyfinguna því þetta er ekki bara handbolti. Þetta er ekki bara Evrópukeppni. Við megum ekki gleyma því að íþróttir eru ein stærsta forvörnin sem við erum að sinna í dag. Það er svo margt sem fylgir þessu. Áhugi krakkana á að æfa íþróttir, áhugi annarra á að taka þátt í starfinu. Þetta er því bara miklu stærra en bara handbolti og einhver Evrópukeppni. Okkur vantar meiri pening inn í íþróttahreyfinguna. Ég held að við flest sem erum að vinna í íþróttahreyfingunni höfum oft tönglast á þessu. Við erum þakklát fyrir það sem við þó fáum. En erum svo alltaf að berjast fyrir því að fá meira. Þau sem ég er að biðla til að setja meiri pening í íþróttahreyfinguna eru líka að gera vel. Eru að berjast fyrir okkur. Það vilja það allir en við þurfum að finna leiðina að því að gera betur. Það eru margar hendur sem koma að því.“
Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira