Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 13:30 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira