Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 09:40 Ekki liggur fyrir hvort merki TM verður einnig málað utan á nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, gangi kaupin í gegn. Vísir/Vilhelm Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51
Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30