Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 11:06 Lóa Bára segir Origo vilja varðveita íslenska tungu og hvetur fólk til að hafa samband hafi það tillögur að nýyrðum. Samsett Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. „Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“ Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Flawless áferð“, „Netflox approved gæði“ og „Insane gæði“. Svona lýsir áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir myndavél frá Sony í auglýsingu frá Origo sem hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. „Við erum búin að taka auglýsinguna úr birtingu. Við gerðum það strax. Því við sáum að okkur,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo. „Í okkar vörumerkjastaðli og okkar samskiptastefnu kemur það skýrt fram að við viljum tala íslensku af því við lítum á það sem okkar ábyrgð að fara fram með góðu fordæmi í því.“ Hún segir fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum orðum fyrir þau tæki, tól og forrit sem þau eru með í sölu. „Í tækninni, sérstaklega í búnað, eru orð eins og noise cancelling heyrnatól og gamer sem er notað um tölvuleikjaunnendur. Það er oft erfitt að finna íslensku orðin sem fólk tengir við. Þetta er bara eins og þegar orðið tölva varð til eða vendihnappur fyrir enter takka.“ Lóa Bára segir þetta einnig vandmeðfarið í samstarfi. „Þegar maður er í samstarfi við þriðja aðila eru þau með sinn stíl á sínum miðlum og þau eru að tala út frá einhverri persónu sem þau vilja setja fram. Þegar maður tengir sitt vörumerki við aðra þarf maður að leyfa þeim að tala í sínum stíl,“ segir Lóa Bára en tekur þó fram að það útiloki ekki þeirra ábyrgð. „En aftur á móti ef við ætlum svo að taka það og birta á okkar miðlum er ábyrgðin orðin meiri á okkur. Hvernig við setjum það fram. Þarna hefðum við alveg getað hugsað okkur um tvisvar áður en við birtum þetta á okkar miðlum.“ Vilja varðveita íslenska tungu Lóa Bára hvetur fólk til að hafa samband við Origo hafi það tillögur að íslenskum orðum fyrir þau tæki og tól sem þau selja. Fyrirtækið geri einnig sitt og nefnir sem dæmi að þau séu samstarfaðili stórra erlendra fyrirtækja. Þau geti á þeim vettvangi barist fyrir því að fá íslensku þar inn. Hún nefnir sem dæmi lausnina Co-pilot frá Microsoft. „Við viljum alveg klárlega taka þátt í því að varðveita íslenskuna og finna orð fyrir nýyrði. Við getum vandað okkur og í þessari herferð sáum við að við vorum búin að missa þessa yfirlýstu stefnu úr höndunum á okkur. Það eru stöðugar áskoranir í tækninni. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og það vantar orðin. Þarna hefðum við átt að gera betur. Þannig við ætlum bara að taka til og laga það.“
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira