Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 30. mars 2024 16:57 Njáll Trausti kom heim frá London á þriðjudag og flaug beint norður. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. „Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“ Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Þetta var síðasta flugið í vetur. Þeir byrjuðu í lok október en eru núna að skipta í sumaráætlun og horfa þá meira til Miðjarðarhafsins,“ segir Njáll Trausti sem birti í morgun mynd af vélinni í vetrarfærð á Akureyrarflugvelli. Færðin á Akureyrarflugvelli í morgun þegar Easyjet lenti í síðasta sinn í bili á vellinum. Mynd/Njáll Trausti Friðbertsson Flugfélagið hóf flug norður í október á síðasta ári og flaug tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fluginu verður haldið áfram næsta vetur en á vef þeirra er hægt að bóka sér flug til Akureyrar í október og nóvember. Myndu vilja millilandaflug allan ársins hring Hann segir afar ánægjulegt að flugfélagið ætli að halda áfram næsta vetur en að Norðlendingar og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi myndu auðvitað kjósa að hægt væri að fljúga þessa leið allan ársins hring. „Við erum ánægð með þessa byrjun en það væri auðvitað æskilegt að þetta væri allt árið. Þetta hefur verið vel nýtt og gengið vel,“ segir Njáll Trausti sem sjálfur nýtti sér tækifærið og flaug til London með Easyjet í síðustu viku. „Ég kom heim á þriðjudaginn og þetta er mjög þægilegt. Það er ekkert hægt að neita því,“ segir Njáll Trausti og að þetta beina flug spari Norðlendingum bæði mikinn tíma og pening. „Þetta er það sem fólk hefur alltaf verið mjög áhugasamt um. Að geta flogið beint frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða erlendis.“ Vill enn frekari styrkingu alþjóðaflugvallakerfisins Hann segir að í framtíðinni myndi hann vilja sjá meira gert á bæði Akureyri og Egilsstöðum hvað varðar millilandaflug og þannig alþjóðaflugvallakerfi landsins styrkt. Easyjet er ekki eina flugfélagið sem hefur flogið beint frá Akureyri en Njáll Trausti telur þetta líklega stærstu tilraunina af stórum flugrekenda í millilandaflugi til Akureyrar. „Ég held að fólk horfi bjart fram á veginn að þetta flug haldi áfram.“
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira