„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. mars 2024 13:59 Fjöldi bygginga í Grindavík hafa skemmst í jarðhræringunum síðustu mánuði. vísir/vilhelm Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Fleiri fréttir Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Segir Aþenu svikna um aðstöðu Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Sjá meira
Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Fleiri fréttir Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Segir Aþenu svikna um aðstöðu Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Sjá meira
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44