Eitt toppaði titilinn með KR: „Voru svo stórar stjörnur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:01 Kennie Chopart fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Stöð 2 Sport Hvað er eftirminnilegra fyrir fótboltamann en að verða Íslandsmeistari með KR? Það er „svakalega stórt“ en Daninn Kennie Chopart segir eitt þó toppa það. Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“ Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira