Leið eins og stjórnanda geimskips Toyota á Íslandi 3. apríl 2024 09:06 Nýi Toyota C-HR er einstaklega glæsilegur bíll og fæst sem bæði Hybrid bíll og Plug-in Hybrid. Það voru blendnar tilfinningar sem bærðumst um í brjósti blaðamanns þegar hann labbaði léttstígur að húsakynnum Toyota á Íslandi við Kauptún í Garðabæ fyrir viku síðan. Smá fiðringur í maganum en líka örlítið stress. Nokkrum vikum áður hafði hann lagt til hvílu þarfasta þjón sinn til 19 ára, Toyota Rav ágerð 2005, sem hafði þjónað húsbónda sínum og fjölskyldu gegnum súrt og sætt. Verkefni helgarinnar var nefnilega óvæntur prufuakstur á silfurgráum og fjórhjóladrifnum Toyota C-HR Premium Hybrid sem auk þess fæst sem Plug-in Hybrid. Klippa: Prufuakstur á nýjum Toyota C-HR Utan þess að vera báðir gráir á lit áttu bílarnir tveir nær ekkert sameiginlegt, gamli fákurinn minn og þetta tryllitæki. Annar var epli, hinn var appelsína. Eða ætti ég að segja að minn hafi verið epli og C-HR hafið verið eins og geimskip í samanburði við gamla bílinn minn? Það eru 27 ár síðan Toyota kynnti til sögunnar fyrsta Hybrid bílinn sinn, Toyota Prius. Þróunin hefur verið ör síðan þá og í dag keyra Toyota Hybrid bílar að meðaltali yfir 50% tímans án þess að notast við bensínvélina samkvæmt nýlegum rannsóknum. C-HR býður upp á fimmtu kynslóðar Hybrid aflrás sem eru þær þróuðustu sem Toyota hefur boðið upp á hingað til og skilar einstöku jafnvægi milli afls, sparneytni og lítillar losunar. Það er því skemmtileg og notalega tilfinning að hugsa til þess að þegar ég stöðva bílinn, t.d. á rauðu ljósi, þá hleður bíllinn sig sjálfur, ólíkt rafmagnsbílum. Útlit bílsins vakti strax athygli mína því mér fannst hann vera hálfgerð blanda af sportbíl og lúxus sportjeppa með sínum straumlínulöguðu línum. Svona bíll hlýtur að vekja athygli hvert sem hann fer með sínar vélunnu 19“ felgur, skæru LED aðalljós, fáguðu og frekar svölu afturljósastiku og innfelldu hurðarhúnum en C-HR er víst fyrsti bíllinn frá Toyota með slíka hurðarhúnum. Mér fannst þeir svo töff að ég stóð mig oft að því um helgina að opna og læsa nokkrum sinnum í röð, bara því mér fannst það svo skemmtilegt. Viðkunnanlegur og vel klæddur sölumaður biður mig að setjast undir stýri og skjálfhentur opna ég hurðina og sest inn. Ég sé strax að stýrið minnir stýri á kappakstursbílum og raunar leið mér einmitt fyrst eins og ég væri að setjast inn í einn slíkan í fyrsta skiptið. Nýi vinur minn útskýrir hratt og örugglega fyrir mér hvað þessi takki gerir og hinn og á miðaldra bílstjórinn í fullu fangi með að meðtaka allar þessar flóknu upplýsingar á svo skömmum tíma. En róast þegar sölumaður segir að lokum: „En svo er þetta nú bara bíll á fjórum dekkjum með eitt stýri.“ Ég hlýt þá að ráða við þetta verkefni? Prufuakstur helgarinnar fól í sér rúnt um Reykjanesið auk innanbæjaraksturs á höfuðborgarsvæðinu ýmis einn, með unglinginn eða nokkrum félögum. Mér leið svolítið eins og ég væri á rúntinum sautján ára gamall, nýkominn með bílpróf, með spennta farþega mér við hlið því fleiri en ég vildu kynnast kagganum. Ég yfirgef Kauptún í fallegri föstudags síðdegissólinni og kveiki á útvarpinu. „Rennur af stað ungi riddarinn, rykið það þyrlast um slóð“ syngur Björgvin Halldórsson með HLH flokknum. Voru æðri máttarvöld að senda mér einhver merki? „Hondan hans nýja er fákurinn, hjálmurinn glitrar sem glóð.“ Ok, hann er auðvitað á mótorhjóli en mér líður samt eins og riddara götunnar á þessu tryllitæki mínu. Má það ekki? Það var einstök tilfinning að keyra bílinn fyrsta kvöldið. Hann malaði eins og vinalegur kettlingur en var um leið svolítið eins og vel hannaður og nautsterkur skriðdreki. „Hvað skyldi hann vera fljótur upp í 100?,“ hugsaði ég stuttu síðar en sá svo að síðdegisumferðin myndi koma í veg fyrir slíkar tilraunir. Kannski á morgun. Framrýmið er mjög rúmgott í bílnum og sérstaklega stílhreint og fallegt. Sætin eru einstaklega þægileg og innréttingar smekklegar en um leið látlausar. Ekkert óþarfa prjál hér. Boðið er upp á þráðlausa hleðslu fyrir símann og 12,3“ margmiðlunarskjárinn var einstaklega þægilegur viðureignar, hvort sem verið var að velja tónlist, hlusta á útvarp, hringja stutt símtal eða vinna með landakort og staðsetningar. Það viðraði vel til prufuaksturs þessa helgina, að mestu heiðskírt og sól og kaldur vindurinn truflaði ekkert bílstjórann og farþega bílsins. Góður hluti laugardagsins fór í langan bíltúr um Reykjanesið. Fyrst gegnum Reykjanesbæ, þaðan út í Garð, næst til Sandgerðis og svo tekið stutt stopp við Brúna milli heimsálfa og að lokum við Reykjanesvita, elsta vita landsins. Bíltúrinn var einstaklega ánægjulegur og þótt keyrt hafi verið á löglegum hraða allan tímann fannst manni einhvern vegin eins og aksturinn tæki skemmri tíma. Kannski líður tíminn alltaf fljótar í glæsilegum bíl? Unglingurinn sá um tónlistarvalið og var hljómburður einstaklega góður í bílnum enda býr hann yfir níu hátölurum. Það má halda gott partý í svona kagga! „Pabbi, getum við keypt svona bíl?“. Ég ætla að hugsa málið. Það fór vel um hávaxna gesti blaðamanns í afturrými bílsins sem vildu ólmir sitja í einn rúnt um Stór-Reykjavíkursvæði á sunnudeginum. Farangur þeirra var settur í farangursrýmið sem er 310 lítrar en Hybrid bílar hafa almennt minna farangursrými en bensíbílar. Það dugði okkur þó alveg þennan daginn. Öll sveitarfélög sem tilheyra utan svæðinu, utan Kjósarhrepps, voru heimsótt og ýmsum erindum sinnt á meðan. Farþegar bílsins voru einnig yfir sig hrifnir af bílnum og svei mér þá ef 1-2 þeirra voru ekki alvarlega farnir að íhuga kaup á einum slíkum í náinni framtíð. Akstursaðstoðarkerfi C-HR aðstoða bílstjórann við aksturinn og eykur heldur betur öryggið. Bíllinn býr yfir fimm öryggiskerfum: árekstrarviðvörunarkerfi eða árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara, sjálfvirkt háljósakerfi, umferðarskiltaaðstoð og sjálfvirkan hraðastilli. Þessi kerfi senda síðan alls kyns upplýsingar og viðvaranir til bílstjórans, t.d. hvaða hámarkshraði er hverju sinni, þegar styttist í gangbraut, þegar framkvæmdir við veginn eru framundan, þegar annar bíll nálgast á miklum hraða á þjóðvegum o.s.frv. Ég hef svei mér þá aldrei upplifið mig jafn öruggan í bíl eins og í C-HR þessa helgi, ekki síst í þungri sunnudagsumferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Svo er auðvitað ákveðin lífsreynsla að leggja í stæði á svona bíl en Toyota Teammate-bílastæðakerfið hjálpar bílstjóranum að leggja bílnum með því að stjórna hröðun, stýri, bremsum og gírskiptingu. MyToyota appið er líka algjör snilld en með því er meðal annars hægt að kæla og hita farþegarýmið áður en lagt er af stað, opna og loka gluggum, læsa hurðum og hægt er að sjá staðsetningu bílsins á korti svo auðveldara sé að finna hann. Allt í allt er því óhætt að segja að Toyota C-HR sé frábær bíll sem þjóni eigendum sínum með fjölbreyttum hætti. Það var því með miklum trega sem ég skilaði bíllyklinum í umboðið á mánudagsmorgni eftir afar ánægjulega helgi. Það er sannarlega þess virði að bóka reynsluakstur á Toyota C-HR, þessi kaggi svíkur engan. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Nokkrum vikum áður hafði hann lagt til hvílu þarfasta þjón sinn til 19 ára, Toyota Rav ágerð 2005, sem hafði þjónað húsbónda sínum og fjölskyldu gegnum súrt og sætt. Verkefni helgarinnar var nefnilega óvæntur prufuakstur á silfurgráum og fjórhjóladrifnum Toyota C-HR Premium Hybrid sem auk þess fæst sem Plug-in Hybrid. Klippa: Prufuakstur á nýjum Toyota C-HR Utan þess að vera báðir gráir á lit áttu bílarnir tveir nær ekkert sameiginlegt, gamli fákurinn minn og þetta tryllitæki. Annar var epli, hinn var appelsína. Eða ætti ég að segja að minn hafi verið epli og C-HR hafið verið eins og geimskip í samanburði við gamla bílinn minn? Það eru 27 ár síðan Toyota kynnti til sögunnar fyrsta Hybrid bílinn sinn, Toyota Prius. Þróunin hefur verið ör síðan þá og í dag keyra Toyota Hybrid bílar að meðaltali yfir 50% tímans án þess að notast við bensínvélina samkvæmt nýlegum rannsóknum. C-HR býður upp á fimmtu kynslóðar Hybrid aflrás sem eru þær þróuðustu sem Toyota hefur boðið upp á hingað til og skilar einstöku jafnvægi milli afls, sparneytni og lítillar losunar. Það er því skemmtileg og notalega tilfinning að hugsa til þess að þegar ég stöðva bílinn, t.d. á rauðu ljósi, þá hleður bíllinn sig sjálfur, ólíkt rafmagnsbílum. Útlit bílsins vakti strax athygli mína því mér fannst hann vera hálfgerð blanda af sportbíl og lúxus sportjeppa með sínum straumlínulöguðu línum. Svona bíll hlýtur að vekja athygli hvert sem hann fer með sínar vélunnu 19“ felgur, skæru LED aðalljós, fáguðu og frekar svölu afturljósastiku og innfelldu hurðarhúnum en C-HR er víst fyrsti bíllinn frá Toyota með slíka hurðarhúnum. Mér fannst þeir svo töff að ég stóð mig oft að því um helgina að opna og læsa nokkrum sinnum í röð, bara því mér fannst það svo skemmtilegt. Viðkunnanlegur og vel klæddur sölumaður biður mig að setjast undir stýri og skjálfhentur opna ég hurðina og sest inn. Ég sé strax að stýrið minnir stýri á kappakstursbílum og raunar leið mér einmitt fyrst eins og ég væri að setjast inn í einn slíkan í fyrsta skiptið. Nýi vinur minn útskýrir hratt og örugglega fyrir mér hvað þessi takki gerir og hinn og á miðaldra bílstjórinn í fullu fangi með að meðtaka allar þessar flóknu upplýsingar á svo skömmum tíma. En róast þegar sölumaður segir að lokum: „En svo er þetta nú bara bíll á fjórum dekkjum með eitt stýri.“ Ég hlýt þá að ráða við þetta verkefni? Prufuakstur helgarinnar fól í sér rúnt um Reykjanesið auk innanbæjaraksturs á höfuðborgarsvæðinu ýmis einn, með unglinginn eða nokkrum félögum. Mér leið svolítið eins og ég væri á rúntinum sautján ára gamall, nýkominn með bílpróf, með spennta farþega mér við hlið því fleiri en ég vildu kynnast kagganum. Ég yfirgef Kauptún í fallegri föstudags síðdegissólinni og kveiki á útvarpinu. „Rennur af stað ungi riddarinn, rykið það þyrlast um slóð“ syngur Björgvin Halldórsson með HLH flokknum. Voru æðri máttarvöld að senda mér einhver merki? „Hondan hans nýja er fákurinn, hjálmurinn glitrar sem glóð.“ Ok, hann er auðvitað á mótorhjóli en mér líður samt eins og riddara götunnar á þessu tryllitæki mínu. Má það ekki? Það var einstök tilfinning að keyra bílinn fyrsta kvöldið. Hann malaði eins og vinalegur kettlingur en var um leið svolítið eins og vel hannaður og nautsterkur skriðdreki. „Hvað skyldi hann vera fljótur upp í 100?,“ hugsaði ég stuttu síðar en sá svo að síðdegisumferðin myndi koma í veg fyrir slíkar tilraunir. Kannski á morgun. Framrýmið er mjög rúmgott í bílnum og sérstaklega stílhreint og fallegt. Sætin eru einstaklega þægileg og innréttingar smekklegar en um leið látlausar. Ekkert óþarfa prjál hér. Boðið er upp á þráðlausa hleðslu fyrir símann og 12,3“ margmiðlunarskjárinn var einstaklega þægilegur viðureignar, hvort sem verið var að velja tónlist, hlusta á útvarp, hringja stutt símtal eða vinna með landakort og staðsetningar. Það viðraði vel til prufuaksturs þessa helgina, að mestu heiðskírt og sól og kaldur vindurinn truflaði ekkert bílstjórann og farþega bílsins. Góður hluti laugardagsins fór í langan bíltúr um Reykjanesið. Fyrst gegnum Reykjanesbæ, þaðan út í Garð, næst til Sandgerðis og svo tekið stutt stopp við Brúna milli heimsálfa og að lokum við Reykjanesvita, elsta vita landsins. Bíltúrinn var einstaklega ánægjulegur og þótt keyrt hafi verið á löglegum hraða allan tímann fannst manni einhvern vegin eins og aksturinn tæki skemmri tíma. Kannski líður tíminn alltaf fljótar í glæsilegum bíl? Unglingurinn sá um tónlistarvalið og var hljómburður einstaklega góður í bílnum enda býr hann yfir níu hátölurum. Það má halda gott partý í svona kagga! „Pabbi, getum við keypt svona bíl?“. Ég ætla að hugsa málið. Það fór vel um hávaxna gesti blaðamanns í afturrými bílsins sem vildu ólmir sitja í einn rúnt um Stór-Reykjavíkursvæði á sunnudeginum. Farangur þeirra var settur í farangursrýmið sem er 310 lítrar en Hybrid bílar hafa almennt minna farangursrými en bensíbílar. Það dugði okkur þó alveg þennan daginn. Öll sveitarfélög sem tilheyra utan svæðinu, utan Kjósarhrepps, voru heimsótt og ýmsum erindum sinnt á meðan. Farþegar bílsins voru einnig yfir sig hrifnir af bílnum og svei mér þá ef 1-2 þeirra voru ekki alvarlega farnir að íhuga kaup á einum slíkum í náinni framtíð. Akstursaðstoðarkerfi C-HR aðstoða bílstjórann við aksturinn og eykur heldur betur öryggið. Bíllinn býr yfir fimm öryggiskerfum: árekstrarviðvörunarkerfi eða árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda, LDA-akreinaskynjara, sjálfvirkt háljósakerfi, umferðarskiltaaðstoð og sjálfvirkan hraðastilli. Þessi kerfi senda síðan alls kyns upplýsingar og viðvaranir til bílstjórans, t.d. hvaða hámarkshraði er hverju sinni, þegar styttist í gangbraut, þegar framkvæmdir við veginn eru framundan, þegar annar bíll nálgast á miklum hraða á þjóðvegum o.s.frv. Ég hef svei mér þá aldrei upplifið mig jafn öruggan í bíl eins og í C-HR þessa helgi, ekki síst í þungri sunnudagsumferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Svo er auðvitað ákveðin lífsreynsla að leggja í stæði á svona bíl en Toyota Teammate-bílastæðakerfið hjálpar bílstjóranum að leggja bílnum með því að stjórna hröðun, stýri, bremsum og gírskiptingu. MyToyota appið er líka algjör snilld en með því er meðal annars hægt að kæla og hita farþegarýmið áður en lagt er af stað, opna og loka gluggum, læsa hurðum og hægt er að sjá staðsetningu bílsins á korti svo auðveldara sé að finna hann. Allt í allt er því óhætt að segja að Toyota C-HR sé frábær bíll sem þjóni eigendum sínum með fjölbreyttum hætti. Það var því með miklum trega sem ég skilaði bíllyklinum í umboðið á mánudagsmorgni eftir afar ánægjulega helgi. Það er sannarlega þess virði að bóka reynsluakstur á Toyota C-HR, þessi kaggi svíkur engan.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira