Trump bannað að tala um dóttur dómara Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 09:56 Donald Trump hefur verið meinað að tjá sig um vitni og fjölskyldumeðlimi dómara og saksóknara í máli í New York. AP/Frank Franklin II Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. Trump er enn frjálst að tjá sig um Merchan sjálfan og Alvin Bragg, héraðssaksóknara en honum hefur einnig verið meinað að tjá sig um fjölskyldu Braggs. Í skipun sinni sagði Merchan að tilhneiging Trumps til að ráðast á fjölskyldumeðlimi dómara og saksóknara í málunum gegn honum þjónaði engum réttmætum tilgangi. Ummælunum væri eingöngu ætlað að hræða starfsfólk dómskerfisins og fjölskyldumeðlimi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Brjóti Trump gegn skipuninni gæti hann verið dæmdur fyrir að vanvirða dómstólinn og verið sektaður eða jafnvel sendur í fangelsi. Eitt af fjórum málum gegn Trump Þetta mál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen greiddi klámleikkonunni Stormy Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Réttarhöldin eiga að hefjast þann 15. apríl, þegar kviðdómendaval hefst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Síðasta miðvikudag, eftir að Merchan meinaði Trump fyrst að tjá sig um vitni og kviðdómendur lýsti Trump því yfir á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að Merchan væri undir áhrifum dóttur sinnar, sem starfar hjá markaðsfyrirtæki sem unnið hefur fyrir Demókrataflokkinn. Þá staðhæfði hann að hún hefði birt mynd af Trump bakvið lás og slá á samfélagsmiðlum, sem hún gerði ekki. Trump sakaði Merchan um að brjóta á málfrelsisrétti sínum til að tala um meinta vopnvæðingu réttarkerfisins gegn sér. Þar að auki sagði Trump að Loren Merchan fengi greitt fyrir að reyna að „ná Trump“ og kallaði hana „óðan Trump hatara“. Forsetinn fyrrverandi krafðist þess á Truth Social að Merchan segði sig frá málinu. Sagðist fyrirlíta dómara og saksóknara Í öðrum færslum talaði Trump einnig um dómarann Arthur Engoron, sem gerði honum nýverið að greiða nærri því hálfan milljarð dala til New York vegna langvarandi fjársvika og kallaði hann dómarann „spilltan“ og sagði trúverðugleika hans í rúst. Í enn einni færslunni sem hann skrifaði í hástöfum og birti um páskana óskaði Trump Bandaríkjamönnum gleðilegra páska og þar á meðal „óheiðarlegra og spilltra saksóknara og dómara sem geri allt sem þeir geta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2024 og senda mig í fangelsi“. Trump sagðist fyrirlíta þetta fólk. Þar nefndi hann meðal annars menn eins og Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um tvö málanna gegn Trump og kallaði hann sturlaðan, illan og sjúkan. Hann nefndi Bragg einnig, áðurnefndan héraðssaksóknara í New York, og kallaði hann latan og spilltan og sakaði hann um að brjóta lögin með því að ákæra sig. Trump nefndi einnig Fani Willi, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, en kallaði hana Fani „Fauni“ Wade. Ástarsamband hennar og Nathan Wade, saksóknara sem hún skipaði til að stýra málaferlunum gegn Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. Lýsti hann því yfir að þau réttarhöld væru einnig ólögleg. Í frétt Washington Post segir að frá því hann hóf kosningabaráttu sína í lok árs 2022, hafi Trump skrifað minnst 138 færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann nefnir dómara í málum hans eða fjölskyldumeðlimi þeirra. Bæði Engoron og Scott McAfee, sem er yfir áðurnefndu máli í Georgíu, hafa fengið hótanir frá því málaferlin hófust. Engoron hefur meðal annars borist sprengjuhótun og McAfee hefur verið beittur svokölluðu „Swatting“ þar sem einhver hringir í lögregluna og tilkynnir gíslatöku eða annarskonar neyðarástand á heimili einhvers, til að fá vopnaða lögregluþjóna til að ryðjast þar inn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Tengdar fréttir Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Trump er enn frjálst að tjá sig um Merchan sjálfan og Alvin Bragg, héraðssaksóknara en honum hefur einnig verið meinað að tjá sig um fjölskyldu Braggs. Í skipun sinni sagði Merchan að tilhneiging Trumps til að ráðast á fjölskyldumeðlimi dómara og saksóknara í málunum gegn honum þjónaði engum réttmætum tilgangi. Ummælunum væri eingöngu ætlað að hræða starfsfólk dómskerfisins og fjölskyldumeðlimi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Brjóti Trump gegn skipuninni gæti hann verið dæmdur fyrir að vanvirða dómstólinn og verið sektaður eða jafnvel sendur í fangelsi. Eitt af fjórum málum gegn Trump Þetta mál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen greiddi klámleikkonunni Stormy Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Réttarhöldin eiga að hefjast þann 15. apríl, þegar kviðdómendaval hefst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Síðasta miðvikudag, eftir að Merchan meinaði Trump fyrst að tjá sig um vitni og kviðdómendur lýsti Trump því yfir á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að Merchan væri undir áhrifum dóttur sinnar, sem starfar hjá markaðsfyrirtæki sem unnið hefur fyrir Demókrataflokkinn. Þá staðhæfði hann að hún hefði birt mynd af Trump bakvið lás og slá á samfélagsmiðlum, sem hún gerði ekki. Trump sakaði Merchan um að brjóta á málfrelsisrétti sínum til að tala um meinta vopnvæðingu réttarkerfisins gegn sér. Þar að auki sagði Trump að Loren Merchan fengi greitt fyrir að reyna að „ná Trump“ og kallaði hana „óðan Trump hatara“. Forsetinn fyrrverandi krafðist þess á Truth Social að Merchan segði sig frá málinu. Sagðist fyrirlíta dómara og saksóknara Í öðrum færslum talaði Trump einnig um dómarann Arthur Engoron, sem gerði honum nýverið að greiða nærri því hálfan milljarð dala til New York vegna langvarandi fjársvika og kallaði hann dómarann „spilltan“ og sagði trúverðugleika hans í rúst. Í enn einni færslunni sem hann skrifaði í hástöfum og birti um páskana óskaði Trump Bandaríkjamönnum gleðilegra páska og þar á meðal „óheiðarlegra og spilltra saksóknara og dómara sem geri allt sem þeir geta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2024 og senda mig í fangelsi“. Trump sagðist fyrirlíta þetta fólk. Þar nefndi hann meðal annars menn eins og Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um tvö málanna gegn Trump og kallaði hann sturlaðan, illan og sjúkan. Hann nefndi Bragg einnig, áðurnefndan héraðssaksóknara í New York, og kallaði hann latan og spilltan og sakaði hann um að brjóta lögin með því að ákæra sig. Trump nefndi einnig Fani Willi, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, en kallaði hana Fani „Fauni“ Wade. Ástarsamband hennar og Nathan Wade, saksóknara sem hún skipaði til að stýra málaferlunum gegn Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. Lýsti hann því yfir að þau réttarhöld væru einnig ólögleg. Í frétt Washington Post segir að frá því hann hóf kosningabaráttu sína í lok árs 2022, hafi Trump skrifað minnst 138 færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann nefnir dómara í málum hans eða fjölskyldumeðlimi þeirra. Bæði Engoron og Scott McAfee, sem er yfir áðurnefndu máli í Georgíu, hafa fengið hótanir frá því málaferlin hófust. Engoron hefur meðal annars borist sprengjuhótun og McAfee hefur verið beittur svokölluðu „Swatting“ þar sem einhver hringir í lögregluna og tilkynnir gíslatöku eða annarskonar neyðarástand á heimili einhvers, til að fá vopnaða lögregluþjóna til að ryðjast þar inn.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Tengdar fréttir Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44