Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2024 07:31 Hallgrímur Mar Steingrímsson. Vísir/Hulda Margrét Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir. Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45
„Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30