„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2024 13:47 Gylfi Þór Þorsteinsson verður ekki næsti forseti lýðveldisins. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór. Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór.
Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00